Eins og er ætla ég að bíða með það. Staðan hjá mér í augnablikinu er nefninlega sú að ég get því miður voðalega lítið notið þess að hlusta á græjurnar þar sem hlustunaraðstaða er slæm, ég bý á hótel mömmu og þarf að hafa græjurnar inní herberginu mínu sem er alltof lítið til þess að bera einhverjar græjur :(
Ég bíð þess bara að komast í stærra rými og gera þetta almennilega. ;)
Ætla að kaupa allan snúrupakkan samtímis (þar sem ég er svo sérvitur) og geri það því líklega ekki fyrr en ég er búin að kaupa nýjar græjur, (Sem munu líklegast bjóða bæði uppá RCA og XLR) og mun ég þá nýta seinni möguleikann.
Marantz magnarinn og spilarinn sem ég á, bjóða ekki upp á balanceraða tengingu þannig ég hef ekkert að gera með XLR snúrur í bili :)
Ég ætla að bíða með snúrukaup þangað til ég hef ákveðið mig í hvaða græjum ég ætla að fjárfesta næst, og haga svo snúrukaupum eftir því :)
EN svo er það annan mál hvaða græjur á að kaupa :)
Vonandi get ég fengið hjálp við valið, en er með hugmyndir sem ég á erfitt með að velja úr :S
Ég er nokkuð viss með hátalarana. Ég held mig við Paradigm í bili vegna sjóðheitrar ást minnar á þeim og “Good value.” :)
Þeir hátalarar sem koma til greina eru:
Studio 100 (3-way, floorstander, 210w)
Signature S4 (2and1/2 way bookshelf, 180W).
Studio 60 (2and1/2 way floorstander, 150W)
Signature er bookshelf og hefur því ekki jafn mikið “bass extension”, en stígur skrefinu framar í hljómgæðum.
Í sambandi við græjurnar sjálfar þykir mér valið heldur erfiðara. Margt sem kemur til greina, t.d. Simaudio Moon (sem er þó heldur dýrt!) fæst ekki hér á landi.
Er það ekki betra og öruggara að versla í gegnum umboðsaðlila á Íslandi, en að vera að flytja til landsins?
Mér skilst að þú sér ekki ýkja hrifinn af Hljómsýn :) en ég ætla samt að nefna þá hér, þar sem Vincent kemur mjög sterklega til greina hjá mér.
Þessi Vincent stæða kostar t.d. í kringum 500.000 kr. Hvernig lýst þér á?
http://www.vincent-tac.de/en/produkt/kombis/sa93cds3sp993.phpEn hvað segir þú feitur? Þú hlýtur að lumma á einhverjum góðum hugmyndum til þess að keyra Paradigm hátalarana ;)
Ég er búin að eyða of mörgum klukkustundum við að lesa review á netinu, en maður er bara skilinn eftir í lausu lofti …Enda eiga þau bara að vera leiðbeinandi.
Nóg af skrifum í bili, ég er kominn með náladofa í rassinn.