Sælir,
Ég er með skjávarpa sem er með RCA og S-Video tengjum og auðvitað VGA.
Er með HTPC tengda í VGA, gott mál.
Til að horfa á sjónvarpið í varpanum hef ég hingað til notað SCART->RCA tengi, en það gefur ekki mikil myndgæði.
Ég var bara með ódýrt vídeo-tæki sem ég notaði sem sjónvarpsmóttakara. Í það stakk ég svo SCART kubbi og úr honum tengdi ég RCA snúru í varpann eins og ég nefndi áður. Mér datt í hug að prufa S-video snúru úr SCART kubbinum og í varpann, en þá fékk ég bara svart/hvíta mynd.
Núna aftur á móti er ég kominn með breiðbandsmóttakara frá Landssímanum. Hann er ekki með S-video út, en er auðvitað með SCART tengi. Ef ég tengi SCART kubb í hann og S-video þaðan og í varpann þá fæ ég líka bara svart/hvíta mynd :roll:
Ég er búinn að lesa mikið um þetta á netinu en er í rauninni litlu sem engu nær, þetta er þvílíkur frumskógur. Mér skilst að til þess að geta sent S-video “rétt” út í gegnum SCART tengi, verði viðkomandi tæki að styða S-video “viðbótina” við SCART-staðalinn sem var gerð einhverntíman seint á 10. áratug síðustu aldar ….. ég trúi ekki að breiðbandstækin sem Síminn er að dreifa styðji það ekki …. úff.
Þá er spurningin ….. sit ég virkilega uppi með það að geta ekki horft á sjónvarpið í varpanum öðruvísi en í gegnum RCA snúru?
Þið hérna sem eruð með varpa, hvernig er tengingunum hjá ykkur háttað?