Samsung eru almennt taldir vera fremstir í plasma sjónvörpum.
Passaðu bara að sjónvarpið sé 1280x720 í upplausn (getur verið aðeins hærri tala fyrir PAL kerfið), ekki eitthvað 848x420 (ath ekki nákvæm upplausn, man ekki töluna nákvæmlega) eins og mikið af þessum plasma sjónvörpum sem verið er að selja hérna eru. Það er gamla týpan sem er alveg úrelt, átt að fá þér HDTV ready sjónvarp.
Annars get ég bara ráðlagt þér að lesa þér mikið til um HDTV og plasmatækni, það er eina leiðin til að gera gáfulega ákvörðun um hvað skal kaupa. Ef þú ferð svo að skoða sjónvörp skaltu passa upp á að það sem þér er sýnt sé ekki tengt með einhverjum drasl composite snúrum heldur í gegnum DVI eða í það minnsta scart tengi í RGB mode (og það bæði í sjónvarpinu og úr DVD spilaranum eða hvað sem er tengt við sjónvarpið). Of mikið af þessum tækjum eru tengt við crappy sources með rusl snúrum sem lætur sum tækin líta verr út en önnur í búðunum.