Þegar þú tengir dual-voicecoil hátalara hefurðu þrjá möguleika:
1: bi-wire/biamp: þá tengirðu sitthvora spóluna við sitthvorn útganginn á magnaranum
Rás 1 á magnara við spólu 1 á hátalara
Rás 2 á magnara við spólu 2 á hátalara
það eina er að þú þarft að hafa er sama signal inn á báðar rásir á magnaranum, þar sem að þetta er 2 rása magnari, það gæti verið “parallel-mono” stilling á magnaranum og er hún ætluð fyrir þetta. Ef að hún er ekki til staðar geturðu fengið snúru sem að splittar signalinu í sitthvort input'ið á magnaranum. EKKI STILLA Á BRIDGE MONO FYRIR ÞESSA STILLINGU!
Þessi uppsetning er 2x4ohm (125w@4ohm inná hverja spólu)
2: Raðtenging, þá brúarðu magnarann með því að stilla hann á “bridge/mono”. Skoðaðu user manual'inn með magnaranum hvernig þú tengir útaf honum á þessari stillingu!
- skaut á spólu 1 inná + skaut á spólu 2,
tengir + á magnara inná + á spólu 1
tengir - á magnara inná - á spólu 2
þessi tenging er 4+4=8ohm, það gæti verið að magnarinn sé ekki gerður fyrir þessa uppsetningu, ath. user manual'inn. Ef hann styður þetta stendur:
[einhver_tala]w@8ohm bridge
Ekki tengja hann svona ef að hann styður það ekki þar sem að hann getur ofhitnað!
3: Hliðtenging, þá er magnarinn brúaður eins og í raðtengingu
+ á spólu 1 í + á spólu 2
- á spólu 1 í - á spólu 2
tengir + á magnaranum í annanhvorn + á keilu (skiptir engu máli)
og - á magnara í - á keilu.
Þetta er (4x4)/(4+4)=2ohm samtals, það gæti verið að magnarinn sé ekki heldur gerður fyrir þetta.
Best fyrir þig er að tengja hann eins og í númer 1, annars er það númer 3 og síðast 2.