Ég hafði hugsað mér að mögulega selja pc tölvuna mína, þar sem ég er algjörlega búinn að skipta yfir í makka. Man ekki nákvæmlega hvernig hún er (ég hef hana ekki hjá mér í augnablikinu), en ég ætla að reyna sem best að lýsa henni:
3 Ghz örgjafi
512 Mb vinnsluminni (ekki voða mikið, ég veit)
100 Gb hd, mögulega annar 160 Gb líka
dvd+ skrifari, minnir að hann sé 12x í skrifun
eiginlega 2 skjákort, eitt eldra nvidia kort og eitt innbyggt ati radeon eitthvað (spila lítið af leikjum, en það sem ég prófaði virkaði fínt)
firewire kort og slatti af usb tengjum
sjónvarpskort, get sett upp afruglaraforritið fyrir það ef óskað er eftir því
soundblaster live hljóðkort með 4 hátölurum og bassaboxi
skjár, kannski ca. 15-17 tommu, ekki viss… veit lítið um hann nema að hann er ekki voðalega nýr, en hann hefur nýst mér vel og er með mjög góða upplausn
mús og lyklaborð, auðvitað
get látið fylgja með svona horn-tölvuborð með nóg af plássi fyrir tölvuna og fullt af dóti
get líka sett hana upp frá grunni ef þess er óskað, hef gert það svo oft í gegnum tíðina að ég er farinn að eldsnöggur að því hvort eð er.
get einnig látið gamla tölvu fylgja með í varahluti eða einfaldlega í það að smíða aðra tölvu. góður og stór kassi utan um hana, einhver geisladrif, og eitthvað dót. er búinn að færa mest allt nothæft úr henni yfir í hina.
Jamm… svona er það nú… hvað haldiði að svona pakki ætti nú að kosta? Ég væri reyndar ekki að fara að selja þetta alveg strax, en mjög bráðlega samt, jafnvel alveg í mánuðinum. Ef einhverjar spurningar vakna endilega sendið mér skilaboð eða einfaldlega komið með spurningar hér fyrir neðan.
Takk fyrir í dag