rafmagnsþörf magnaranna sem knýja hátalarna er ekki stöðug, stundum er orkuþörfin mjög mikil en inn á milli er ekki jafn mikið að gerast, þegar mest orkuþörfin er í magnaranum (t.d. bassatrommu kick á miklum styrk) þá hafa rafgeymirinn og alternatorinn ekki undan við að skaffa magnaranum rafmagn, þessvegna er settur þéttir sem hleðst hægt og rólega upp þegar minna er að gerast í tónlistinni, og gefur svo auka boost þegar orkuþörfin er sem mest, virkar í rauninni mjög svipað og hleðslubatterí, nema að það er hægt að geyma mikið minna rafmagn inni á þeim, en þeir eru mikið hraðvirkari, þ.e. þú getur tæmt nánast allt rafmagnið út af þétti oftast á innan við sekúndu, svo fer það náttúrulega eftir stærð þéttisins hvað þetta auka boost getur verið mikið