Sennheiser og Grado eru vinsælustu audiophile heyrnatólin. Þetta “háa tæra” sound sem þú ert að leita að er nú yfirleitt álitið eitthvað sem viðvaningar í hljómtækjum leita sér að. Margar græjur, sérstaklega í ódýrari kantinum sem eru með óeðlilega hátt high-range og nákvæmlega ekkert mid- og low-range hljóð.
Ég á Sennheiser HD-590 sjálfur. Þau eru mjög góð þó mid-range-ið sé ekki alveg það besta. Þau er aðeins meiri áhersla á high-range-ið sem margir eru óánægðir með en það venst. HD-595 er nýja týpan af HD-590. Svo hljóma flest heyrnatól of skær þegar maður fær þau fyrst, þarft að brenna þau inn (“burn-in”) til þess að driver-arnir í heyrnatólunum mýkist upp og komi með sinn rétta hljóm. Þetta gerist bara með venjulegri notkun en margir flýta þessu með því að keyra static hljóð í gegnum heyrnatólin í 50-100 klukkustundir.
Grado heyrnatólin eru mjög góð líka en þau lita hljóðið dáldið og eru aðeins meira in-your-face. Hönnunin er hinsvegar mjög óþægileg og cheap.
Langbesta hljóminn færðu með ‘open-air’ heyrnatólum en þau eru opin í báða enda og leka því miklum hávaða. Ekki gott ef þú ert með fólk í kringum þig. Öll Grado heyrnatól eru opin og öll dýrari Sennheiser heyrnatólin eru það líka.
Færð ekki almennileg Sennheiser þó og engin Grado á undir 10-15.000 krónur.