sælir
skellti mér á Sahara DLP varpa úr Skjavarpi.is, fékk 800x600 þjark á 119þ og ég sé ekki eftir krónu. Þeir voru með hann á e-s konar kynningartilboði beint frá framleiðanda (ný lína) en búast við að næstu eintök verði talsvert dýrari jafnvel 170-180þ.
Mig langar að vita hvort þið sem eruð með varpa hafið spáð e-ð alvöru í vali á tjaldinu? Og þið sem hafið þetta í stofunni, eruð þið búnir að gera einhverja flotta umgjörð á þessu t.d. ramma eða slíkt? Mig vantar sárlega góðar hugmyndir hvernig er hægt að ganga frá þessu þannig að prýði sé að líka þegar varpinn er ekki í gangi. Mér finnst ekki töff að hafa þetta með rúllutjaldi. Skilst að það kosti um 20-25þ að fá smíðaðan einfaldan ramma á þetta.