Svo er mál með vextí að ég er með Kenwood heimabíómagnara sem bilaði í flutningum. Þ.e. þegar hann var settur í samband eftir flutningana þá kom reykur úr magnaranum og ekkert heyrist í hátölurunum (samt kveikir hann eðlilega á sér og stjórntækin virka).

hvar er best að fara með hann, er að leitast eftir upplýsingum um aðila sem tekur svona að sér án þess að okra á manni? Ég lenti einu sinni í að öryggi skemmdist á honum og það kostaði yfir 11 þús. að laga hann (rukkuðu svo mikið vegna leitar að biluninni). Hvar hafið þið góða reynslu?
————————–