Er að velta fyrir mér heimabíó græjum sem eru á tilboði fyrir safnkortshafa Esso.
Tegundin var mér sagt að væri Ace (líkt og tölvur Tölvulistans), fann ekkert um þær á audioreview.com og hringdi í tvær verslanir til að spyrjast fyrir.
Þar var mér tjáð að esso hefði verið með þetta merki á raftækjum í þessum tilboðum en vissu ekkert nánar um þær.

Þetta samanstendur af spilara sem spilar DVD, CD, CD-R, CD-RW, MP3, JPEG, HDCD. Útvarp með 50 stöðva minni, geri ráð fyrir að magnari sé innbyggður :) 5 hátölurum og bassaboxi.
Engar aðrar tölur eru nefndar.
Þetta bjóða þeir á 14.900 - kr.

http://www.safnkort.is/Safnkort/Tilbod/view.aspx

Er einhver sem þekkir til þessarar tegundar eða veit hvernig þessar “Esso” vörur reynast ? Býst ekki við að þetta sé neitt súperdót en e.t.v. nýtanlegt.


Kv.
G