Ég var að kaupa mér fyrir stuttu Rockford fosgate geislaspilara í bílinn á einhverri rýmingarsölu og því er spilarinn ekki nýjasta módel. Vandamálið er svo hljóðandi: Í fyrsta plögginu er plús, mínus tvö RCA tengi og fjögur hátalara tengi, allar þessar snúrur eru fastar við plögg sem passar beint í spilarann að aftan, í öðru plögginu voru 4 RCA tengi, video out tengi, AUX in tengi og svo kannski einhver fleiri sem ég man ekki eftir. Ástæðan fyrir því að ég keypti þennan spilara er sú að mig langaði að geta tengt ferðatölvuna við spilarann í AUX in tengið en því miður passar ekki þetta plögg aftan á spilarann, einu tengin aftan á spilaranum eru loftnetstnegi, tengi fyrir magasín og tengi fyrir plögg 1. Það sem ég var að pæla hvort einhver veit hvort ég geti ekki breytt magasín tenginu í minijack tengi til að geta tengt tölvuna við spilarann.
Vonandi hefur það skilist sem ég var að segja, annars er bara að spyrja.
Með fyrirframþökk.