Ég er að pæla í að fjárfesta í einhverskonar stafrænu tónlistarafspilunartæki en veit ekki alveg hver munurinn er og hvað mig vantar.
Ég vil bæði getað geymt og spilað tónlist af tölvunni minni og geta tekið upp lifandi tónlist. Hvernig spilari hentar best í slíkt? Hver er munurinn á MP3 spilara og Mini Disk fyrir utan diskana að sjálfsögðu? Eru til MP3 spilarar með upptökumöguleikum? Verður maður að kaupa sér míkrafón?
Ég ætla ekki að kaupa spilara hér á Íslandi og var að hugsa um að eyða svona 30.000 kr í dæmið.
Mér þætti vænt um ef fólk sem hefur einhverja reynslu af þessu myndi segja mér frá.<br><br>Talbína
Talbína