Hefur einhver hér átt annanhvort eða báða spilarana. Ég er að gera upp hug minn varðandi hvorn ég eigi að kaupa. Ég bý í USA og hér er um 100$ munur á 20GB iPod og 20GB Rio Karma.
Það sem ég hef heyrt um spilarana er að iPod vinnu hand down þegar kemur að “fegurð”, hann er með fjarstýringu og firewire eitthvað sem Karma hefur ekki. Hinsvegar á Karma að vera hraðvirkari, með líftíma á batterý sem er tvöfalt lengri en iPod, minni um sig og standurinn býður upp á audio out plug. Auðvitað plús síðan það að Karma er ódýrari.
Vill einhver tjá sig um málið. Er rosalegt benefit við það að vera með fjarstýringu eins og er á iPod? Er batterýmálin þar ennþá í rugli (þá meina ég ekki að vera með styttri líftíma) heldur að ef það eiðilegst þá verð ég að kaupa nýjan iPod?