Sælir.

Nú er ég í smá vandræðum. Var að kaupa mér bíl (92' Suzuki Swift) og fatta að í honum eru alls ekki beysnar græjur (svosem ekki við miklu að búast þegar bíllinn kostaði 20.000…). Þessvegna er ég að leita mér að græjum í bílinn á viðráðanlegu verði.

Ég þarf svosem ekki geislaspilara, útvarpið og segulbandið sem er í bílnum nægir mér fullkomlega þar sem ég er með iPod og útvarpssendi. Því sýnist mér ég þurfa a.m.k. hátalara……. og magnara…..eða eitthvað. Kann eiginlega ekkert á þetta.

…og því leita ég til ykkar. Hvað mynduð þið ráðleggja mér að gera? Og athugið, ég er enginn audiophile, ég vil bara skruðningslaust, ágætt hljóð.

Með fyrirfram þökk,
Zedlic