Ég sé í sjálfusér ekkert að því að kaupa gamla hátalar. Þrátt fyrir að þetta séu “hreyfanlegir hlutir” (hafi moving parts) þá virka haṫalarar ekki á sama hátt og eldsneytisbrennandi bílvél eða álíka. Flestir hátalarar hljóma bara betur með árunum, hafi þeir í upphafi verið sæmilega vel smíðaðir. Þetta er sökum þess að þeir liðkast til og mýkjast upp.
Aftur á móti þá held ég að flestir, sem á annaðborð spá í hljómgæðum, hljóti að vera sammála um það að Bose er nú ekki beinlýnis það besta. En án efa vel smíðað (einhver hlýtur ástæðan að vera fyrir þessu geðveika verði…?).
Nú, talandi um Paradigm, Tannoy, Dynaudio og Quad þá eru þar á ferð gæðamerki hin mestu. Ég á sjálfur Paradigm Titan sem ég er nokkuð ánægður með. Dynaudio Audience 42 eru bestu hátalara sem ég hef heyrt sem kosta undir 60.000kr (veit ekki hvað þeir kosta á Íslandi) og Quad L12 þykja einhverjir allra músíkölsku hátalarar sem fást fyrir sama pening.
Ég myndi frekar spara fyrir einhverjum þessara (eða einhverju allt öðru) fremur en að kaupa notað Bose.
En ef þú ert á því máli að þetta kunni að vera gaurar fyrir þig þá ættirðu að greiða u.þ.b. 5000ikr fyrir parið að mínu mati. En mundu að hlusta fyrst!