Vantar góð ráð...
Ég hef verið að pæla í að fá mér betri græjur í bílinn minn, það sem ég hef verið að spá í er geislaspilari, 2-4 hátalarar og kannski magnara. Einfaldast væri held ég að fá mér 2 öfluga hátalar aftur í bílinn, magnara fyrir þá og ágætis geislaspilara. Ég er ekki viss um að ég þurfi hátalara framan í bílinn en þó gæti ég fengið mér 2 sirka 40W tengda án magnara beint útaf spilaranum. Hvað finnst ykkur? Ég þarf að geta keypt allt innanlands, hvernig tækjum mæliði með?