Blessaður
Ég er með hátalara sem eru með 3 - átta tommubassakeilur og 7 tommu miðju. Þessir hátalarar heita Celestion A3 og eru 200 wött. Þú talaðir reyndar um 400 til 800 wött en þessir hátalarar gefa samt þó nokkuð trukk af sér. Allavegana nóg til þess að sambandið við nágrannan er ekki orðið nógu gott. Þeir sem hafa heyrt í þeim hafa orðið hrifnir og fá þessir hátalarar B einkunn í Stereophile en A einkunn er yfirleitt gefið fyrir mjög dýra og alveg himneska hátalara. Hvor hátalari fyrir sig vegur um 46 kíló. Ég er að hugsa um að fara út í Martin Logan hátalara en þeir þykja með þeim bestu, t.d. var M&L Clarity að fá Eisa verðlaun og hafði M&L Prodigy einnig fengið þessi verðlaun áður - aldeilis góður árangur það. En þessir hátalarar þykja með þeim allra bestu í toppinn. Þess ber að geta að M&L SL 3 fékk einnig B einkunn í Stereophile og kostuðu mjög svipað og Celestion A3 úti í USA. Þeir líta einnig vel út, þ.e.a.s. eru vel með farnir og eru á mjög góðu verði. En ég set á þá 150.000 kr. Endilega hafðu samband við mig: E - mail: jonnis@visir.is