Ég var að kaupa mér DVD spilara (Samsung 611) og sjónvarp (Dantax 28“) fyrir stuttu síðan - bæði notað og ódýrt. Vandamálið er að þegar ég spila DVD myndir í spilaranum þá koma smá kaflar í myndunum (búin að prófa margar) þar sem að allt byrjar að hristast. Og þetta er alltaf á sama stað í myndunum. Hljóðið er hinsvegar alltaf í lagi, og sjónvarpið virkar fínt annars.
Ég er búin að prófa að tengja spilarann við annað sjónvarp og þar er enginn hristingur. Spilarinn er tengdur við sjónvarpið með scart í scart - en ég er að spá í hvort að s-video tengingin úr spilaranum gæti bætt þetta eitthvað? (Þeas að nota s-video út úr spilaranum í scart tengið í sjónvarpið). Eða hvort að ég geti tengt spilarann við sjónvarpið í gegnum vídeótækið mitt? Það er nefninlega með 2 scarttengi en annað er eitthvað ”euro" eða eitthvað álíka svo ég er ekki viss um að það gangi?
Ég er búin að leita mikið að upplýsingum á netinu um þetta en finn ekki neitt. Ef einhver getur hjálpað mér þá yrði ég mjög þakklát:-)<br><br>Með kveðju,
FrökenFiX!
Með kveðju,