Sælir græjufíklar,
Ég er að spá í að selja magnarann minn ef viðeigandi tilboð fæst sökum þess að mig vantar pening.
Helstu spekkar eru:
5x100w miðað við 4 ohm en 5x120w miðað við 8 ohm.
5.1 Dolby Digital & DTS (líka 5.1 input).
5 Video/S-vhs input (fínt fyrir þá með skjávarpa).
Fullkominn tónjafnari með tíðnistillingum og styrkstillingum ofl. fyrir hvern hátalara.
5 Digital Input og 1 output (1 coaxial, hin optical).
Gylltur og lítur mjög vel út, sér varla á honum.
Fjarstýring með 4" grafískum snertiskjá.
Leiðbeiningar fylgja.
um 16 kg að þyngd.
Þetta er magnari sem ég borgaði um 100þ fyrir á sínum tíma (árið 2000), þannig að ég er ekki tilbúinn til þess að láta hann fara fyrir hvað sem er. Magnarinn er af ES gerð sem þýðir einfaldlega það að þetta er það besta sem Sony getur gert í hljómtækjum á hverjum gefnum tíma, sem sagt alvöru magnari með alvöru íhlutum. Sem dæmi þá kosta nýrri útfærslur í ES-línunni 120þ (STR-VA333ES) og 150þ (STR-DA3000ES) í Sony Center í kringlunni, reyndar orðin 7.1 en þessi lína hefur alltaf verið dýr enda ekki verið að spara í neitt.
Sendið mér endilega línu ef þið hafið áhuga eða svarið bara korknum ;)