Ekkert smá sem þessar bílgræjur eru. En ef við pælum aðeins í þessum tölum.
Wött / volt * 2 = Amper(Vegna þess að class-ab magnarar tapa 50% af orku við vinnslu)
Sony 600w magnari:
600 / 14,4 * 2 = 83.3 Amper (Hvernig öryggi er í magnaranum)
JBL 600 RMS magnari (600 rms - u.þ.b. 1200 peak)
1200 / 14,4 * 2 = 166,6 Amper
gts 600 magnarinn er bara með 60 eða 80 ampera öryggi (man ekki hvort).
Þetta dæmi getur ekki gengið upp.
60 * 14,4 / 2 = 432 vött peak (u.þ.b. 210 rms)
Boss 3000 vött RMS class-d
ca 6000 peak
Class d tapar ekki nema 5 - 10% orku.
en samt:
6000 / 14,4 * 0,95 = 395 Amper :)
Það þyrfti 4 alternatora bara fyrir magnarann.
Þessi er með 80 ampera öryggi.
Ekki veit ég hvernig hægt er að troða 395 amp í gegnum 80 amp öryggi :)
80 * 14,4 * 0,95 = 1094,4 vött peak (ca 500 rms)
Það er eitt sem flestir þessir magnarar eiga sameiginlegt:
Þeir hljóta að framleiða rafmagn :)
Vandaðri merki gefa yfirleitt upp lægri tölur sem passa við amperin en flest þeirra gefa samt upp hvað magnarinn dregur til sín, ekki hvað hann sendir frá sér. Dæmi er Alpine Class-d mono magnari 250 wött rms - 60 amper. Þetta dæmi gengur allavega upp stærðfræðilega séð.
En þessi formúla getur gefið einhverja mynd af því hvað magnarinn getur.
Class-ab magnarar Amper * 14,4 * 0,5
Class-d magnarar Amper *14,4 * 0,95