Daginn -

Ég var ekki viss hvar ég ætti að pósta þessu áhugamáli, en mér datt helst í hug að setja þetta hingað því að þið eruð líklegastir til að geta hjálpað mér.

Málið er Stöð 2 og Sýn. Ég var að horfa á Manchester United - Arsenal á sunnudaginn síðasta, og þá var eins og margir muna ótrúlega hvasst um allt land. Sjálfur bý ég á mjög góðum stað í Reykjavík, uppi á dálítilli hæð í Árbænum.

Ég fer svo að horfa á leikinn en það var varla hægt að horfa á hann út af myndtruflunum. Það er að segja að sjónvarpið ruglaðist alltaf þegar það komu smá vindhviður. Þetta gat gert mann vægast sagt brjálaðan þegar maður er að horfa á spennandi leik að útsendingin ruglist á 15 sekúndnafresti í 5 sekúndur í einu.

Mig vantar því að vita hvað veldur. Getur verið að örbylgjuloftnetið mitt sé svona lélegt? Getur afruglarinn verið gallaður? Eru útsendingargræjur Norðurljósa ekki betri en það að þola ekki smá rok. Liggur truflunin í útsendingunni frá Bretlandi?

Ef einhver getur hjálpað mér að komast til botns í þessu vandamáli þá væri það vel þegið.

Kveðja,
Nonni