Ég er búinn að eiga Rockford Fosgate RFX 8350 head unit í 3 ár. Hann hefur reynst mér ágætlega í gegnum tíðina en nú er að komið að því að ég þarf að skipta honum út fyrir annan nýrri. Þannig er mál með vexti að RCA tengin aftan á honum eru farin að leiða út þannig að ég þarf að hafa þétta milli spilarans og rca snúranna afturí. Þetta veldur miklu plássleysi og stendur spilarinn c.a. 5 mm út úr mælaborðinu og fer það mjög svo í taugarnar á mér.
Það sem ég þarf er smá ráðgjöf því ég get bara alls ekki ákveðið mig hvernig spilara ég ætla að fá mér.
Ég er búinn að skoða tvo spilara sem koma sterklega til greina.
Alpine CDA-9815RB
Þessi spilari hefur allt sem ég þarf, 3 RCA út og 4v preout, MP3 og Bassengine Pro.
Clarion DXZ838RMP
Þessi er sömuleiðis alveg að gera það fyrir mig, með gersamlega öllu.
Málið er bara að þessir spilarar eru dýrir og vil ég ekki vaða blint í sjóinn.
Með fyrirvara um stafsetninga og innsláttarvillur.
MrWhite