Græjur í Lödu
Ég á snilldar Lödu 1600 sem mér langar að setja góðar græjur í. Málið er að þessi bíll er löglegur fornbíll og því er ekki gert fyrir neinum hátölurum. Ég næ þó örugglega að fixa tvö hátalara aftur í bílinn, það ætti að nægja þar sem þetta er býsna lítill bíll ekki satt? Ég er að pæla í að fá mér eins og 2x90w rms magnara og 2 hátalara tæplega 90w rms hvor, hver er munurinn á 3-way og 2-way hátölurum? Hvernig mæliði svo með því að leggja alla vírana í bílinn?