þetta eru í raun sami hluturinn þegar talað er um magnara f/ bílgræjur, bara misjafnt hvað fólk vill kalla þá.
En í rafeindatækninni er magnari oft ekki sama og kraftmagnari, þar sem þú getur verið að magna upp merki úr uV/mV x mikið fyrir ákveðna meðhöndlun ( en aðeins lítið afl á ferðinni). En þá væri talað um kraftmagnara sem e-ð sem ætti að drífa eitthvað eins og hátalara eða loftnet… þar sem mikil aflaukning á sér stað frá inngangsmerkinu.(nokkur Wött upp í nokkur þúsund Wött/KW)
Dæmi: micrafone magnari (preamp) myndi ég ekki kalla kraftmagnara,þar er aflaukningin afskaplega lítil (oftast undir Watti), en væri magnarinn tengdur beint inn á hátalara,þar er aflaukninginn orðinn talsverð (nokkur mW upp í hundruða Watta).
Er samt voðalega misjafnt hvaða heiti fólk vill kalla þá og við hvaða afl, má eflaust rífast um það eins og hvað annað.
sándar þetta eitthvað sens.