Sæll,
það er yfirleitt alveg nóg jarðsamband frá geymi til þess að magnari í þokkalegri stærð (er ekki að tala um keppnis pakka)
svelti ekki.
Ef þú ert ekki viss, þá er ekkert sem bannar þér að skipta í sverari vír, eða bæta öðrum við.
Tengdu magnarann bara beint í boddí á bílnum, eins stutta vegalengd og mögulegt er en passaðu bara að fjarlægja lakkið undan þeim stað sem þú setur hana, notir þú boltan fyrir öriggisbeltið er fínt að rissa með skrúfjárni undir skóinn.
Með strauminn (plúsinn) er hann tengdur beint á rafgeymi
(gert í lokin), og nota til þess rétta skó og EKKI SPARA þér að setja þar viðeigandi stærð af öryggi (nota sömu stærð og er á magnaranum), það kemur í bakið á þér seinna með
mjög slæmum afleiðingum.Passa verðu vel upp á að vírinn sé af réttum sverleika fyrir magnarann (og vegalengdina) og að hann sé hvergi lagður utaní hvassar brúnir eða komist í snertingu við heita hluti sem geta brætt kápuna.'eg mæli með því að plúsinn sé lagður í svarta plasthulsu í huddinu og strappaðu vel niður til að hindra óþarfa hreyfingu.
Gæt þarf að gatið sem þú dregur plúsinn í gegnum vélarrúmið sé með plastkápu í kringum brúnirnar þar sem það annars tekur skamman tíma að jagast í sundur.
Leggðu plúsinn þeim megin í bílnum sem RCA snúrann er ekki til að varnast truflunum.Settu plúsinn vel undir alla plastlista og teppi til að hann sjáist síður ug einnig mæðir minna á honum þannig.
Þegar að magnaranum er komið skaltu nota rétta skó uppá magnarann, einnig fjarlægja allar óþarfa vírtægjur.
Ef þú einfaldlega spáir aðeins í hvernig leiðslurnar eru settar í bílinn hjá þér og gefur þér tíma í að vanda þig, hefur þú sparað þér verkstæðiskostnað og kemur í veg fyrir að magnarinn/bíllinn fuðri upp í nánustu framtíð.
Ég er ekki að reyna lítisvirða neinn sem les þetta með ýtarlegum uppl. heldur til að þeir sem ekki þekkja fái þær uppl. sem þeir eru að leita að.
þetta eru vinnubrögð sem ég hef unnið eftir í nokkur ár á ísetningarverkstæði hér í bæ,
sumum finnst önnur vinnubrögð betri. þeir um það.