Ég horfði á bíómynd í húsi þar sem var svona bose heimabíó. Það er hægt að hækka nokkuð mikið í þessu en hljómurinn tapast ekkert, hann er alltaf. Bassinn var þónokkuð öflugur líka, djúpur og góður.
Svo á frændi minn sony heimabíókerfi uppá 70þús kall eða ca. svoleiðis. Ég prufaði þetta hjá honum og hljómurinn var fínn. Svo hækkaði ég aðeins en þá var bara ljótur hljómur úr þeim, ( það var eins og þeir væru að reyna allt til að hafa sem hæðst:), en það var ekki að virka)
Bassinn var enginn, úr 80w boxi. Þegar þyngstu drunurnar áttu að koma heyrði maður PFFRUUUHH!! hljóð úr boxinu! Algjör horror.
Þegar maður er að hlusta á svona hátt stillt þá á gólfið aðeins að titra undan bassanum:) Ég hef prufað að setja 2stk af 5“ keilum inn í sófann minn, skrúfaði þær við framplötuna í honum. Svoleiðis á það að vera:)<br><br>
————————
”Je suis né pour être conducteur sauvage "
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96