Nú þegar stafræn sjónvörp sem styðja progressive scan DVD spilara eru að verða mjög vinsæl út í Ameríku ákvað ég að bera saman verð á þessu hér á landi. Ég leit inn á www.sm.is sem ég hélt að væri framarlega í þessari frábæru hátækni sem tröllríður öllu. Það eina sem ég sá var einn DVD spilari sem styður progressive scan og kostaði hann 64.000 kr.-. Ég sökk niður í sætinu mínu og örvænt. Ég athugaði hvort þetta væri almennt verð á progressive scan spilurum úti og fór inn á cnet.com. Þar var einmitt nákvæmlega sami spilari á 16.000 krónur (án skatts). Hvað er að ske? Er íslenskur markaður virkilega svona fatlaður?
Þar sem sjónvarpsmiðstöðin er svona afleit búð; hvar mælið þið með að maður fari til að skoða úmræddan búnað?<br><br>heilabu.comNý heilabu á leiðinni