Jahá…
Ég er með ódýrt setup heima hjá mér en hljómar frábærlega, sérstaklega fyrir þennan pening.
Magnari: Harman Kardon, Dolby Digital með útvarpi og alles. Man ekki tegurnarheitið en hann er að mig minnir 5x35W eða 2x70W ef ég tek útganginn fram hjá “effectum”.
Verð fyrir u.þ.b. 3 árum í fríhöfninni: um 20.000,-. Var þá á u.þ.b. 40.000,- hér heima.
Geislaspilari: Harman Kardon, 5 diska, risa stórt apparat sem virkar frábærlega. Tengt við magnarann með “digital” (coax) snúru.
Verð fyrir ca 3 árum í fríhöfninni: um 20 þús. kall.
Hátalarar: Eltax frá Radíóbæ Ármúla. Framleiddir í Danmörku. Fékk fimm hátalara sett á skítinn 30 þúsund kall. Framhátalarnir eru stórir gólfhátalarar (ca 130 cm.) með tveimur “woofer-um” ásamt “mid” og “tweeter”. Miðjan er öflug og bakhátalararnir eru nettir en skila sínu vel.
Brilliant hátalarar fyrir þennan pening. Hef ekki hugmynd um vattatölu, en þeir skila sínu vel!
Sko…fann link með upplýsingum um þá (nema mínir framhátalarar eru með 2x “woofers”):
http://www.eltax.com/com/products/prod-side2.phtml?serienavn=Silverstone%205-pack&id=106&type=2DVD-Spilari: Pioneer
Þetta setup hljómar frábærlega vel, sérstaklega þegar tekið er tillit til verðs. Mjög góð hljómgæði á öllum styrkstillingum.
Ég nota þetta bæði fyrir tónlist og DVD/VCD myndir.
Svo þegar konan og krakkinn ærast yfir hávaðanum þá skellir maður bara Sennheizernum á eyrun ;)
BOSS<br><br>There are only 10 types of people in the world:
Those who understand binary and those who don't.