Vinur minn er að leita sér að græjum og ég er búin að vera honum innan handar, aðallega með að hjálpa honum að átta sig á hvað það er sem hann langar í eða vantar.

Í því augnamiði benti ég honum á www.pluto.is og það fór þannig að hann pantaði tíma og í gærkvöld fórum við og hlustuðum á alvöru græjur.

það er skemmst frá því að segja að þetta er alvöru stöff og alvöru maður að selja þetta - hátalaranir voru verulega góðir JM Lab Electra eða eitthvað á líka (140 þús parið) og magnarinn og cd spilarinn voru sömuleiðis afskaplega góðir.

Einnig leyfði hann okkur að heyra muninn á “budget” köplum ca. 23 þús settið og alvöru köplum á 100 þús. Jahérna…. ég bjóst ekki við að heyra neinn mun en það er nú ekki svo - hann var vel heyranlegur og það kom mér verulega á óvart.

Ég vil því hvetja alla sem eru í hugleiðingum að kynna sér þessar vörur - JM LAB hátalara og ARCAM græjur, mjög vandað, flott, og gott sánd - verðin fín.