Það eru mjög skiptar skoðanir með þetta… ég held samt að menn verði að prófa til að geta dæmt.
Ég er sjálfur með Kimbercable og skipti út Monsterköplum (var áður með góða rafmagnssnúru) og þetta skiptir allt talsvert miklu máli.
EN, það er ekki fyrr en þú ert kominn í nokkuð vandaðar græjur (svona 100 þús króna magnara og 100 þús króna CD) sem kaplarnir fara að hafa mikið að segja.
Í gær hlustaði ég á Nordost 23 þús króna kapla og 100 þús króna kapla og munurin var ótrúlegur! Nógu mikill til að ég myndi kaupa þá dýrari - EF ég ætti pening;) En þá verður lík að hafa í huga að það var verið að hlusta á góðar græjur, eða rétt um 400 þús fyrir utan snúrurnar.