Ég á Technics SC-EH600 lausa samstæðu, þ.e. hvert tæki er laust frá hinum, ekki alveg eins mikið drasl og venjulegu “fermingar” samstæðurnar. Á henni er 5 diska CD spilari, tvöfalt kasettutæki (!), 7 banda stillanlegur EQ, “á að vera” 2x100W RMS magnari og svo 2x80W RMS 3-Way hátalarar. Technics er nú ekki þekkt fyrir lélegar græjur :) og þessar hafa reynst mér vel. Fínt sánd og fínn kraftur (í fjölbýli þ.e.a.s.). Ég hef nú samt eitthvað dreymt um að fá mér nýtt system.
Svo er ég með einnig SoundLab Quartz plötuspilara m/klikkuðum Ortofon pickup og svo tölvuna mína tengda líka. Svo fyrst að svo margir eru að segja frá sjónvarpinu sínu, þá er ég með 19“ flatan CTX skjá. ;)<br><br><font color=”#C0C0C0“>,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_,.◦*¨`¨*◦.,_</font>
<font color=”#008080"><i>Ef þú öskrar í 8 ár, 7 mánuði og 6 daga býrðu til næga orku til að hita 1 kaffibolla.
Ef þú lemur hausnum stanslaust í vegg brennir þú 150 hitaeiningum á klukkutíma.
Adrenalín er besta vítamínið!</i></font