Öll tæki verða að vera jarðtengd en bara á einum stað, þess vegna er best að hafa öll tæki tengd í sama fjöltengi.
Ef tækin eru jarðtengd gegnum margar leiðir myndast ground-loop.
Þess vegna er gott að prófa að aftengja skerminn á signal snúrunum á öðrum endanum til þess að minnka suð.
Einnig má prófa að rjúfa jörðina á einu og einu tæki í power snúrunni en ég mæli sterklega með því að menn láti það algjörlega ógert, sérstaklega með tölvur og stóra power magnara
það gerir hlutina bara verri því skermurinn á ekki að bera straum.
Langbest í þessu dæmi er að öll tæki séu með balanced interconnects
og skerminn í snúrunum bara tengdan á einum enda, allar jarðtengingar traustar
og helst á sama stað.
Ef verulega mikill spennumunur er á milli tækja og ekki hægt að
breyta straumleiðum og bæta jarðtengingar er hægt að redda sér með
einangrunarspenni á signal snúrurnar, einnig er hægt að setja einangrunarspenni á power snúrurnar
og lyfta jörðinni þar en svo stórir einangrunarspennar eru dýrir.
Öll tæki ættu að hafa XLR tengi fyrir input og output, RCA er dauðans.
RCA tengi voru hönnuð til þess að flytja RF merki innan í tækjum,
og eru notuð inni í vídjótækjum og sjónvörpum og þannig, henta mjög vel í það.
Þessi tengi henta hins vegar mjöööög illa í hljóðtengingar.
signal vírinn tengist á undan skerminum, sem þýðir að spennumunur og static hleypur beint inn í hljóðrásina þegar tengt er,
þetta getur og hefur eyðilagt mörg tæki, þótt það sé slökkt á þeim.
Ég grillaði einusinni vídjórás í heimabíómagnara vegna þess að hún notaði RCA,
það var spennumunur á milli tölvu og magnarans og þar hljóp neisti á milli þegar ég tengdi, fékk einnig gott rafstuð.
XLR tengi eru bestu tengin sem eru til í hljóðinu, jörðin tengist á undan signal vírnum.
tengin eru sterk, mátt stíga á þetta eins og þú vilt og tengingarnar eru balanced
þannig að það skiptir engu máli þótt að það sé smá spennumunur á tækjunum eða snúrurnar picki upp crosstalk, það cancellast allt út í móttöku.
<br><br>–
N/A kraftur, hvað er nú það?