Grænir laserar Í þessari grein ætla ég að segja frá grænum laserum sem eru núna að breiðast út eins og eldur í sinu um alla Evrópu og Bandaríkin.

Grænir laserar eru alveg eins og rauðir laserar sem flestir kannast við nema þeir eru örlítið stærri og mun kraftmeiri. Þeir koma í mismunandi kraftstærðum allt frá 5 millivöttum (mW) og upp í 300+ mW.

Hér ætla ég að koma með nokkra punkta um það hvað er svona sérstakt við græna lasera:

*augað er miklu næmara fyrir grænum lit heldur en rauðum og sést þá miklu betur

*með flestum þeirra getur maður séð geislan sjálfan að næturlagi en þó er hægt að sjá hann að degi til með ákveðnum sterkum laserum

*sumir þeirra geta kveikt á eldspýtum og sprengt blöðrur, jafnvel brunnið í gegnum tape og þunnt plast

hvar fást grænir laserar?

í Bretlandi og Bandaríkjunum er hægt að fá laserana en ég get ekki staðfest hvort þeir séu leyfðir hér á landi, en allar líkur eru á því.

sagt er að í einungis 5% tilfella er sagt rétt um mW á eBay.com / co.uk og mæli ég með því að sé einhver í svoleiðis hugleiðingum að kíkja á feedback.


hvað kosta grænir laserar?


þeir eru á öllum verðum, allt frá 10 pundum og upp í 1000 pund allt eftir styrkleika og gæðum.

hér ætla ég að nefna nokkrar síður sem selja græna lasera:


www.clix.to/ryan0617
www.wickedlasers.com
www.novalasers.com
www.ebay.com
www.ebay.co.uk

og margar fleiri.

eftir að ég sá myndböndin á www.youtube.com af þessum laserum vera að sprengja blöðrur og kveikja í eldspýtum og fleira varð ég alveg smitaður og er að fara að kaupa einn núna á næstunni.


>mynd sýnd af 75 mW laser kveikja í eldspýtu
Undirskrift