GSM símar, peningasóun, óþarfi og tímaeyðsla? GSM símarnir komu fyrst á markað fyrir um það bil tveimur áratugum. Kostuðu þeir þá háar fjárhæðir en voru samt á móti mjög ófullkomnir, þungir og fyrirferðamiklir.
Með árunum hafa þeir þó þróast. Hefur tækni þeirra stórbatnað og geta þessir símar nánast allt. Einnig hafa símarnir minkað til muna og er því ekki nærrum því fyrirferðar miklir eins og forverar þeirra. Að þessara saka hafa gemsarnir ná miklum vinsældum síðasta áratuginn.

Flestir eiga nú eitt stykki farsíma og enn aðrir eiga tvo eða fleiri, þ.e. sími til persónulegra nota og máski vinnusími og svo framvegis. Börn frá fimm ára aldri til níræðna gamalmenna og jafnvel ofar eiga nú GSM síma.
En margur hefur velt fyrir sér hvort þessi þróun sé til góðs. Sumir segja þá óþarfa og tímaeyðslu, öðrum sem finnst þetta vera bara peningaeyðsla og jafnvel fólk sem heldur því fram að það sé hætta á því að verða ófrjór af sökum þessara síma en það er nú als ekki búið að sanna.


Fyrir mér þá er koma þessa síma bara til góðs. Þægilegir eru þeir mjög og einn aðal kosturinn er að geta hringt eitthvert án þess að þurfa vera nálægt byggðu bóli, engin vandkvæði eru bundin því nema þá að fjöll eða önnur há náttúru- eða mannlegfyribæri standi í vegi fyrir því að GSM síminn þinn nái sambandi við stjórnstöð. Með það að leiðarljósi er því ekki hægt að segja að GSM símarnir séu algjör óþörf.

Eins og ég minntist á fyrr þá halda því einnig margir fram að þessir símar séu hin mesta tímaeyðsla. Ekki er ég nú sammála þessu fólki. Auðvitað er til öfgafólk sem eyðir heilu dögunum í það að tala við vini og vandamenn í gegnum GSM síma, en er það gemsunum að kenna? Svarið er nei, ef ekki værir fyrir gemsana þá myndi þetta öfgafólk nota heimils símana í staðinn.

Það leiðir okkur að fjármununum í þessu máli. Af hverju er eiginlega dýrara að hringja úr gemsa heldur en venjulegum heimasíma. Nú þetta er bara enn eitt dæmið um gróðafín símafyrirtækjanna. Það ætti að vera löngu búið að setja lög á þessi gjöld sem símafyrirtækin er búin að vera að rukka okkur í allt of langan tíma. Samkvæmt mínum heimildum þá kostar ekkert meira að tæknilega séð að nota símamöstrin sem senda bylgjurnar til GSM símanna heldur en að notast við landlínuna. Þannig jú, það er frekar dýrt að hringja úr gemsa en fólk verður einfaldlega að kunna sér hóf.


Nú hef ég fjallað stuttlega um kosti og galla GSM símanna og vona að þú sért nú fróðari um þessi mál og þar fram eftir götunum. Peningasóun, óþarfi og tímaeyðsla? Nei ég get nú fullyrt að GSM símarnir falli ekki undir neitt af þessu þrenna nema þá kannski með peningana sem ætti nú að lagast með lagasetningu af einhverju tagi sem leifir símafyrirtækjunum ekki að okra svona símagjöldin. GSM símar er því fyrir mér bara til góðs, í hófi! Og ég vona nú að þú sért á sama máli.