Þetta eru bara getgástur víst.. Ég er ekki búinn að fá þetta neinsstaðar staðfest.


Þeir hjá “Extremely Weel-informed exec” hafa komið þeirri sögu af stað að iPod með snertiskjá sé væntanlegur fyrir jól.

iPod-inn mun að öllum líkindum líta út eins og myndin hér að neðan, með 480p skjá yfir allri framhliðinni.

Orðrómur er um að iPod sé á leið með einhverskonar “iPod-síma”, ekki bara einn heldur tvo…
—-
Ipod Sími

Þessi orðrómur hefur farið áður um og er því ekki nýr fyrir suma, en það er eitthvað sem gerir menn handvissa um að þessar getgátur verið að veruleika í bráð.

Það eru Apple-nördarnir hjá ThinkSecret sem fara með þessar ágiskanir, þessi ágæta heimasíða gerir út á það að giska á hver næsta Apple vara er og hvenær hún kemur út, og þeir hafa reyndar staðið sig ágætlega. Því er ekki ólíklegt að þessi orðróur sé sannur.

Ef síminn kemur á markað er líklegast að sjá til hans í byrjun næsta árs.



Þó ekki sé búið að kynna vöruna formlega hafa hinar og þessar upplýsingar lekið út. iPod-touch er sagður vera 6GB, og hægt sé að spila hljóð og mynd.

Myndspilun gæti orðið allsvakaleg í þessum væntanlega iPod með stóra skjánum.

Ef hann kemur út á næstunni þá held ég að þeir hjá Apple séu alveg búnir að rassskella þróunardeild Microsoft á Zune
acrosstheuniverse