HD-DVD Review HD-A1 HD-DVD Review HD-A1

Ég var í Bandaríkjunum fyrir stuttu og festi þar kaup á mínum fyrsta HD-DVD spilara ásamt einu 10 myndum. Spilarinn kostaði $399 ásamt einni mynd sem gerir circa 28.500kr, Ég valid Chronicles of Riddick til að fylgja með, vikan var lengi að líða þó svo að það var fínt úti þá klæjaði mig til þess að koma heim og prófa græjuna en ég eyddi tímanum t.d með því að skoða 50” Pioneer elite 1080p plasma tæki sem kostaði $6000, þvílíkt tryllitæki sem það er.

Það sem sló mig fyrst við spilarann var hversu lengi hann er að byrja að spila myndina, það tekur alveg góða mínútu frá því maður setur diskinn í og þangað til að það birtist mynd á skjáinn, ásamt því að fjarstýringin er afspyrnu léleg (ekki bak lýst og sein). Annað sem mér finnst reyndar gott er að hann er smíðaður eins og skriðdreki og þungur eftir því, maður á kannski ekki að dæma græjur eftir því hversu þungar þær eru en samt er aldrei verra að hafa hluti með smá vikt í.

Um leið og það kemur mynd þá sér maður að biðin er þess virði. Það er erfitt að finna rétta orðið yfir hversu mikill munur er á standard DVD og síðan HD (High definition) mynd, maður þarf helst að sjá það sjálfur, mér finnst munurinn vera svakalegur, t.d sér maður hvert hár greinilega á fólki í nærmynd á meðan í SD (standard definition) rennur það saman, einnig eru litir mun skarpari í HD en í SD og síðast er detailið í hlutum sem eru langt í burtu alveg ótrúlegur. Tölulega er HD með 6x meiri upplausn heldur en SD en alveg eins og ég sagði þá verður maður að sjá þetta sjálfur. Ég keypti meðal annara mynd sem heitir Blazing saddles gömul meinfyndin Mel Brooks mynd frá því 1974, Yfirleitt setur maður samasem merki við gömul mynd léleg gæði en það er víðsfjarri í þessu tilfelli, það er ennþá gamla lúkkið við myndina samanber litirnir en skýrleikinn er alveg magnaður.

Spilarinn upconvertar líka DVD myndir upp í annaðhvort 720p eða 1080i og gerir það jafnvel eins og Oppo Digital 971 sem er af mörgum talinn einn besti upconverting DVD spilarinn á markaðinum. Sem er til sölu fyrir lítið ef einhver hefur áhuga.

Eftir firmware update á HD-A1 þá næ ég líka nýju Dolby Digital plus og Dolby TrueHD hljóði úr græjunni sem er næstu skref í heimabíóum í dag og er algjör snilld, hef samt lítð getað prófað það vegna konunnar og 2. ára guttans sem ég á en manni finnst hljóðið umliggja sig betur heldur en venjulegt DD eða Dts. Bíð eftir að fólkið fer út úr húsi og angra þá engann nema nágrannann.

Í heildina litið er ég mjög ánægður með spilarann sérstaklega þar sem hann kostar ekki meira en hann gerði og hann skilar flottustu mynd og hljóð gæðum sem ég hef séð og heyrt.

Eins og staðann er í dag hef ég litlar áhyggjur af Blu-ray, Það er allt búið að ganga af afturfótum hjá þeim meðal annars hafa þeir ekki getað búið til 50gb diska fyrr en nú, fyrsti spilarinn þeirra var mjög lélegur hafði vond áhrif á myndgæði og auk þess hafa myndirnar verið lélegar myndgæðalega séð, af þeim myndum sem komið hafa út á báðum formöttum þá hefur HD-DVD verið að minnsta kosti jafn góðar og í flestum tilvikum betri. Ef menn færu eftir tölulegum upplýsingum frá Amazon kemur í ljós að HD-DVD eru að selja 11 sinnum fleirri myndir en Blu-ray, en þetta getur allt breyst. Ég mun kannski sjálfur kaupa PS3 ef Spilarinn verður ásættanlegur í henni.

Myndir Sem ég á á HD-DVD eru

Chronicles of Riddick
Serenity
Blazing Saddles
Bourne Supremacy
Pitch Black
Phantom of the opera Dolby TrueHD (best er að hafa þessa skýringu með)
Troy
Fear and lothing in Las Vegas
Appolo 13
Van Helsing
Og Batman begins er á leiðinni.

Ég nota Panasonic PHD8 42” plasma tæki og Denon 2803 heimabíómagnara.

Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega varpið þeim fram.

Ps þið afsakið vonandi ensku sletturnar hér og þar

Kv

Chaves