Jæja þá fer að koma að mynd diska uppgjöri áratugarins, á síðustu öld var það Betamax vs VHS, og það fór eins og allir vita að VHS bar sigur úr bítum þó svo að Betamax var með betri mynd gæði. En við skulum skoða hvað þessir nýju myndspilarar hafa fram á áð færa.
Nýju myndspilararnir hafa umfram venjulega dvd spilara að þeir geta sýnt mynd sem er með mun betri upplausn, allt að 1080x1920 díla sem er mun betra en dvd spilarar dagsins í dag en þeir geta mesta lagi sýnt 576x720 ef við reiknum þetta út þá sjáum við að HD myndpilararnir geta birt 2.073.600 díla á meðan Dvd getur bara sýnt 414.720. Að auki geta nýju spilararnir stuðst við næstu kynslóð surround hljóðs þ.é Dolby digital og Dts víkja fyrir Dolby trueHD og DTS-HD, en það er alveg önnur grein útaf fyrir sig. Næst skulum við skoða hver munurinn er á Blu-ray og HD-DVD
HD-DVD er þróað af Toshiba og Nec og byggir upp á tækni sem er svipuð og Blu-Ray þ.e notar bláan geisla eins og Blu-Ray spilarar, Þeir geta geymt allt að 30gb upplýsingum sem svarar til 8 kl af HD efni. Að auki geta HD-DVD spilarar spilað gamla Dvd diska en það getur Blu Ray ekki vegna þess að Blu Ray notar aðra tækni.
Blu-Ray tæknin er þróuð af Sony aðallega, þeir geta komið fyrir meiri upplýsingum á hvern disk allt að 50gb sem svarar til 9 kl af HD efni, varðandi gamla dvd diska er búist við að Blu-Ray spilarar hafi annann lesara til þess að lesa þá sem gerir það að verkum að gamla safnið þitt er ekki í hættu.
Það sem þeir hafa báðir sameiginlegt er að þeir taka gamla dvd diska og færa þá upp í HD upplausn.
Það sem skiptir máli í baráttunni um hver hafi betur er hverjir styðja hvaða merki þá sérstaklega hvaða kvikmyndaver, Blu-Ray hafa á bak við sig 20 century fox, Walt disney og að sjálfsögðu Sony pictures á meðan HD-DVD hafa Universial pictures og Paramount.Warner ætlar að styðja báða. Eitt sem á eftir að skipta miklu máli er hvort að Sony nær að setja Blu-ray spilara á PS3 þegar hún kemur, en fréttir um það hafa farið á báða vegu og PS3 hefur verið seinkað nokkrum sinnum útaf þessu máli. Annað sem skiptir miklu máli er hvenær spilararnir koma á markaðinn, þar hefur HD-DVD vinninginn, spilarinn er þegar kominn á markað í Japan og ekki líður á löngu þangað til þeir koma á markað í Bandaríkjum. Annar punktur er verð og þar hefur HD-DVD aftur vinninginn $500 fyrir HD-DVD ámóti $1000 fyrir Blu-Ray.
Ef við rifjum upp að lokum Betamax og VHS ævintýrið fyrir löngu þá tapaði Betamax fyrir VHS þó svo að gæðin voru betri, einfaldlega vegna þess að VHS var ódýrara.
Ég mæli með www.avforums.com fyrir frekari lesningu.
Bestu Kveðjur
Chaves