Creative NOMAD Jukebox Zen Xtra [Review] Creative NOMAD Jukebox Zen Xtra er nýjasti mp3 spilarinn frá Creative og helsti keppinautur hins fágaða iPod frá Apple sem er sennilega vinsælasti mp3 spilari í heiminum (án þess að ég viti nokkuð um það). Þetta er ekki þessi gamli sem er eins og CD player í laginu heldur aðeins minni og nettari spilari sem þú getur sett í vasann.

\“Zenin\” koma í þremur stærðum:
30 GB
40 GB
60 GB

-HD-
Zenið er HD based græja sem þýðir að þú getur geymt aðrar tegundir af skrám inná þessu og fært það eins og þér sýnist á milli tölva. Gallinn er reyndar að þú þarft að installa Zeninu inn á allar tölvur sem þú ætlar að nota það á.

-Tengi-
Einhversstaðar las ég það hérna á huga í greinarsvari að það væri hægt að nota Firewire með Zeninu. Semsagt nei. Þú þarft að vera með USB 2.0 eða 1.1 tengi á tölvunni þinni og ég mæli ekki með að þú sért að færa nokkur GB af tónlist í gegnum USB 1.1 tengi nema að þú hafir mikinn tíma aflögu.

-Hleðsla-
Venjulegt DC 5V. Ekki hægt að hlaða gegnum USB.

-Útlit-
Sumir kjósa frekar iPod vegna þess hve lítill hann er. Spilarinn sjálfur er hvítur en fram- og bakhliðar eru úr áli. Zenið er ekkert mikið stærra…

Zen: 112mm x 76mm x 22mm | 224g með battery
iPod: 104mm x 61mm x 15.7mm (15/20 GB) | 158g
iPod: 10.4mm x 6.1mm x 18.5m (40 GB) | 176g

…en samt stærra!

-Battery-
Batterýið er venjulegt Li-Ion battery og á að endast í 14klst í stanslausum playtime. Hinsvegar ef þú ert mikið í því að setja fæla inná spilarann eða vesenast mikið í MediaSource (forritið sem fylgir með) þá eyðist batterýið mun hraðar.

-Skjár-
LCD með 160x104 pixel upplausn og \“blue EL backlit LCD\” sem ég veit ekki hvað er á íslensku en ef þú býrð ekki í helli og hefur átt allavega einhverja græju sem kostar yfir 10k þá veistu hvað þetta er. Skjárinn er mjög þægilegur með stillanlegu contrasti.


-EAX-
Með þessu geturðu stillt hljóminn í Zeninu. Í Enviroment má velja um:
Auditorium
Cathedral
Concert Hall
Garage
Indoor Arena
Jazz Club
Living Room
Opera House
Small Room
Theater

Einnig er hægt að stilla timescaling á spilaranum og þannig að lögin sem þú hlustar á spilast hraðar eða hægar. Þetta er mjög þægilegt ef að þú hlustar t.d. á drum n bass og villt hlusta á Metro Sound hraðar :)
Hægt er að stilla spilarann
0.5x
0.75x
1x (venjulegur hraði)
1.25x
1.5x hraðar

Spatialization er stilling á hljómnum:
Wide
Narrow
Full
Eiginlega ekkert þægilegt samt :P

Smart volum er líka svona óþarfa stilling þar sem þú getur valið um:

Train
Plane
Car
Late night
Match volume

Að lokum er svo hægt að velja Advanced Equalizer. Þar eru nokkur presets fyrir eins og:

Acoustic
Classical
Disco
Jazz
New age
Pop
Rock
Vocal

Þar sem ég hef ekki hugmynd um hvert ég á að setja drum n bass, fer ég bara í Custom EQ og stilli spilarann eftir mínum haus. Það stendur hvergi hversu mikið þetta eyðir batterýinu en ég myndi giska á mikið.

-Creative MediaSource-
Forritið sem fylgir með. Með þessu geturðu hent inn lögunum þínum og editað þau eins og þú villt. Raðað eftir artistum, nafni, plötu, ári og allt það. Svo geturðu að sjálfsögðu búið til playlista. Mjög þægilegt forrit.

-Annað-
Tíðnin á spilaranum er 20Hz-20kHz og signal to noise ratio er 98dB (mátt gjarnan færa þetta yfir á íslensku).
Earphonin sem fylgja með eru hvít Creative phones sem eru ekkert til að hrópa húrra fyrir en virka samt alveg fínt og gera það sem þau eiga að gera.
Spilarinn styður mp3, wav og wav.
Þú getur ekki farið í neina leiki og ekki sett inn símanúmer eða heimilisföng hjá vinum þínum inn á spilarann eins og á iPod. En þarftu það? Fáðu þér gsm síma sem gerir þetta í staðinn, miklu ódýrara.
Screensaverinn er annaðhvort now playing eða klukkan.
Mjög auðvelt er að \“browsa\” spilarann með scrollhjólinu en menu takinn sem er fyrir ofan hann er frekar asnalega staðsettur og hefði ég frekar viljað hafa back takkann þar. Einnig hefði verið þægilegt að fá STOP takka!

-Aukahlutir-
Með fylgir:

Creative Stereo Earphones
Battery
Hleðslutæki
USB 2.0 tengi
Taska
Leiðbeiningar

Gallinn við Zen Xtra er að aukahlutirnir eru ekki upp á marga fiska. Auka battery, búið! Ef þú átt iPod geturðu keypt allskonar töskur og hulstur utan um podið, snúrur til að tengja við hitt og þetta o.m.fl. Að vísu þarf að kaupa það að utan því í umboðinu hérna heima fæst ekki næstum allt.

Mjög þægilegur spilari en ef þú ert iPod/mac fan og villt spilara sem er léttur og meðfærilegur, keyptu hann þá frekar. Og athugaðu að þér verður að vera alveg sama þó að hljómgæðin sem eru betri. En ef þú ert að kaupa tæki til að hlusta á tónlist af hverju ekki að kaupa frá fyrirtæki sem sérhæfir sig í hljóð hardware\'i (Soundblaster).

Ég er örugglega að gleyma einhverju en það verður þá bara að hafa það og ef þið vitið eitthvað meira eða sjáið einhverjar villur þarna, endilega commentið.

__________________________________
http: //uk.europe.creative.com/estore/product.asp?prod=541
h ttp://gear.ign.com/articles/442/442693p1.html