Blessaðir
Ég er með eftirfarandi tæki: Nad S100 formagnari, Nad S200 kraftmagnari, Nad S400 útvarp. Marantz CD 14 geislaspilari og keypti nýlega Krell 280p formagnara. Celestion A3 hátalarar. Svo er ég með: Musical Fidelity X 10D lampatúbu, Sennheiser HD 600 headphone, Monster M 2,4 Bi - wire hátalarasnúru, Tvö stykki - Monster M 1000i balanseruð snúra + interconnect snúra. Kimber KCAG balanseruð snúra + interconnect snúra. Van Den Hul Cs 122 hátalarasnúra og Van Den Hul: The Second - Interconnect. Ég hef verið að velta fyrir mér að skipta við einhvern þarna úti á einhverjum af tækjunum mínum. Nú það sem ég er að leita að er t.d. Krell Kav 250a kraftmagnari, ( jafnvel formagnarinn líka ),
Rotel RB - 1090 Kraftmagnari, Dali Grand hátalarar. Krell Kav 300i magnari sem fékk Eisa verðlaun á sínum tíma. Ég hef heyrt í Krell 300i við Dali Grand í tveimur mismunandi stæðum - Sú fyrri var með Kenwood geislaspilara og soundaði ekkert sérstaklega vel, var allt of bjart með skerandi s - hljóðum. En sú seinni var með dýrari Thule spilara og var hljómurinn mun betri. Notaðir voru Monster M 2,4 hátalarakaplar í bæði skiptin. Þessir hátalarar taka aðeins Bi - wire snúru. Þess ber að geta að ég átti: Krell kav 300i á sínum tíma og var hann tengdur við Marantz Cd 63KI-S geislaspilara og AR Red box 4 og M6 hátalara, útvarp var Marantz St 17 og hátalarasnúra M 2,2 + aðrar Monster snúrur og VDH. En þar virkaði þetta ekki nógu vel saman. Það er greinilega ekki alveg sama hvað er tengt við 300i magnaran til að hann sýni hvað hann raunverulega getur. Svo hef ég einnig verið að hugsa um að fara kannski út í Dynaudio hátalara en þeir trúa ekki á Bi - wire á þeim bænum - efni til skoðanaskipta. En þeir eru flestir þungir í keyrslu. Martin Logan Ascent - i eða einhver ofar í þeirra línu koma einnig sterklega til greina en þeir eru fulldýrir ennþá fyrir mig, maður ætti kannski að fara út í notaðan M&L t.d. SL 3 og hvað er sanngjarnt að borga fyrir slíkan hátalara þarna úti. Hvað með JBL Ti 10k er það nógu góður hátalari eða Sonus Faber Grand Piano Home. Nú svo er að koma nýr hátalari frá Paradigm, eða: Reference Studio 100V3. Hver eru bestu hljómtækjamerkin almennt séð, er það t.d.: B&W ( Nautilus 802 - Eisa awards ), Audio Research, Mark Levinson, Musical Fidelity, Classé, Tac Mc Laren eða eitthvað annað, hvað með Aragon er það nógu gott merki eða Acurus en þetta var til hér í Hljómsýn að því að mig minnir.
Ég hef einnig verið að spá í að sérpanta t.d. Conrad Johnson Mf 2500 kraftmagnara eða Meridian 557 en hann er að ég held með balanseruðum tengjum og það finnst mér vera efni til skoðanaskipta.
Mér finnst hljómurinn vera betri í Nad settinu mínu þegar að ég nota balanseruðu tenginguna. Er Rotel RB - 1090 nógu góður - slær hann út Nadinn minn, hann er allavega mun þyngri - um 38 kíló minn er aðeins 27 kíló. En Rotelinn fær B einkunn í Stereophile og er næstum því helmingi öflugri en minn ef út í wött er farið. Þeir kosta svipað úti í heimi. En Rotelinn er á fáránlegu verði hér á landi í Pfaff eða á 280 þús. - Sérpöntun, var á 175 þús. Í Reynisson & Blöndal á sínum tíma. Martin Logan hátalaranir eru einnig frekar dýrir hér á landi. Ég væri alveg til í að eignast M&L Prodigy sem fengu Eisa verðlaun á sínum tíma en fyrir það þarf maður að borga aðeins meira en milljón kall. Svo væri náttúrulega sniðugt að fara út í Krell Kav 2250 kraftmagnaran sem er í stíl við formagnaran minn eða í einhvern annan ofar í þeirri línu en þetta dót fæst svo sannarlega ekki gefins og er ég því að reyna að leyta að einhverjum öðrum leiðum í millitíðinni og það sem fyrst.
Það væri frábært að fá tækifæri til að fá að hlusta á einhver mjög góð hljómtæki, hjá einhverjum - á t.d. einhver Tact digital magnara þarna úti og þá við hvað er hann tengdur en þetta er ansi dýr græja og soundar mjög vel að því að mig minnir. Eða á einhver eitthvað gamalt eða nýtt Krell dót og er til í að leyfa mér að fá að hlusta á þau. Hér er ég svo með tengla inn á umræður og dóma yfir hljómtæki, eða: www.ecoustics.com, www.audio review.com, www.audio revolution.com. Það væri vel þegið að fá einhverjar upplýsingar um fleiri slíka tengla eins og t.d. lista yfir alla þá sem framleiða hljómtæki. það væri gaman að fá E - mail frá ykkur og til að ræða um hljómtæki frá öllum hliðum, sendist á: jonnis@visir.is
Kveðja Jonni