Fyrst það hefur verið dautt hérna þónokkuð lengi, og sveifla niður með sumri, þá verðum við
nú að rífa okkur úr slorinu og skrifa eitthvað inná græjur.
Mér dettur voðalega lítið í hug svona ennþá, og ber helst til tíðinda Pioneer M-22 kraftmagnari,
ég hef verið að leita að upplýsingum einnig um skjávarpa, eða að smíða venjulegan keiluhátalara,
þá meina ég eitthvað allt allt og öflugt, lágmark 15“ keila að mínu mati, sem er samt ansi stór.
Svo er hitt málið með skjávarpann, þá vantar mig bara upplýsingar um linsu dótið, og svo helst skjá,
ég er soldið að pæla í 15” skjá, þeir eru ódýrir dóðir og blablabla, og lýsa hann upp með ódýrum
kastljósum frá Húsasmiðjunni eða Byko. Vona að einhver ykkar geti nú prófað að rífa bakhliðina af LCD
skjá, sem er reyndar vandasamt verk, til að skemma ekki draslið, ég ætla að reyna þetta. Littlir góðir skjáir
kostar bara svo ógeðslega mikið. En nóg um það.
Pioneer SX-626: Þetta hef ég notað á mína hátalara, hann hefur virkað vel þessi þrátt fyrir old-skúl lúkkið,
enda framleiddur á árunum 1971-1973. Hörkugræja, sem er mjög sniðugt og ekkert mál að plögga geislaspilara í
hann, þrátt fyrir að hann kom á undan CD. Svo í mínum keyrsluþungu hátölurum fer þessi að klippa, eða bjaga
þegar upp er komið í ákveðna háa stillingu, þessi bjögun er meira áberandi í stærra rími. Þess vegna var reyndur
og fenginn í smá test í gær, Quad magnari, frá Rafgrein ( http://www.simnet.is/rafgrein ), hann gat keyrt þá,
en það var bara á mörkunum, enda var hann að hitna duglega, og stílaður á rúm 90 wött, RMS.
Pioneer M-22: Jáh, það er sko snilldin ein, óld skúl magnari líka, en svínvirkar, svokallaður A-class, eða
það þýðir að hann keyrir alltaf í botni, og þá verður mögnunin eitthvað betri kringum núllið minnir mig, leiðréttið
mig ef seinni parturinn af setningunni er vitlaus. Þessi hitnar þessvegna rosalega, og er galopinn, hann er með
4 stykki 33 þúsund míkró farad þétta, og svo tvo vel stóra útgangsspenna. Hann er nú stílaður á 30 RMS wött, en
hefur svo endalausa orku að geyma, að þessari tölu skuluð þið pæla soldið í, það má líkja þessu við Tork, og hestöfl
í bílum, wöttin segja ekki allt. En hann hefur svo nóga orku, að ég tek minn magnara úr sambandi (hann er með
útgang og inngang, eða innbyggður formagnari með útvarpi, og val á milli inputta, og svo er lína út af honum, yfirleitt
er sú lína tengd í input á kraftmagnara og þá keyrir hann hátalara útgangana, þessa línu tek ég í burtu og nota
eingöngu formagnarann, og bara beint inná kraftmagnarann, sem virkar bara mjög vel, og ekkert vesen hingað til með það.
Ég nenni ekki að hafa þetta mikið lengra núna, vona að þið skapið nóga umræðu um þetta og allt það.
Svo er að setja linka hérna inn með greininni, og einhverjar nýjar myndir, ( ps. passið ykkur á bilinum sem vilja koma
í linka hérna útaf einhverjum ástæðum) (og ef þið sjáið bláan Porsche Carrera 4S, þá er það vitlaus linkur)
http://www.simnet.is/hlynzi/speaker.html
ht tp://www.simnet.is/hlynzi/DSCN0874.JPG
http://www.simn et.is/hlynzi/DSCN0902.JPG
http://www.simnet.is/hlynzi/ DSCN0900.JPG