Þótt að þetta sé soldið “off-topic” umræða, ætla ég samt að koma með þetta. Áhugamálið má alveg spanna hljómflutningstæki + myndflutningstæki (Ef það er nú til í orðabók) Hinsvegar, þá ætla ég að útskýra virkni sjónvarpa, skjávarpa, og filmu sýninga véla, og álíka tækja, og afhverju bestu myndgæðin liggja í filmum.
Byrjum á venjulegum sjónvarpstækjum. Venjulegir tölvuskjáir virka nákvæmlega eins og sjónvarpið, eini munurinn er sá að þeir ná betri upplausn flestir, en ég veit ekki með litinn, en mitt Philips sjónvarp nær allavegana 1024*768 pixlum, og 32 bita lit, með tölvuna tengda við það. Það verð ég að telja bara mjög fínt fyrir sjónvarp.
Þau virka þannig að í þeim er svokölluð byssa. Þetta er nú til dags allt í hinum ýmsum litum og fæst tæki svart hvít. Eins og við vitum flest eru grunnlitirnir okkar 3, eða rauður, grænn og blár. Þessi byssa er svo fær um það að fara í hverja línu á skjánum, byrjar ýmist uppi eða niðri og fer svo til hliðar, næsta lína og heldur þannig áfram, þeim mun hraðara sem þetta ferli er þeim mun skýrari mynd færðu, þegar hreyfingar koma á hana, eða það er betur þekkt sem hertz, flest tæki í dag eru á bilinu 80-100hz, jafnvel meira. Tölvuskjáir eru flestir á svipuðu bili, en þar er oftast hægt að stilla þá.
Þegar öll þrjú ljósin koma saman á einn stað á skjánum verður til hvítur, það stýrist af bara magni litarins, eða blendni hvernig útkoman verður á glerinu sjálfu. Rétt bakvið glerið er/var fosfór, veit ekki hvort það sé núna enn í dag. En þeir eru byggðir uppá punktum, sem getur aldrei gert myndina 100% skýra, af því að punktar geta ekki gert skáhallandi strik eða álíka, en allt sem er beint kemur vel út á þessu.
Það er ekki fyrr en þeim mun meiri upplausn að við tökum minna og minna eftir þessum punktum en þeir hrjá ekki filmurnar góðu.
LCD: skjáir eru að verða ódýrir og mun meira útbreiddari en áður, eitt stórkostlegt vandamál við þá er að horfa á þá á hlið, það er frekar erfitt en þeir hafa verið mikið þróaðari og það er sona að lagast nú til dags. Einfaldari þannig skjáir virka þannig að þeir notast við fljótandi kristal og þegar rafmagni er hleypt á tvo ákveðna póla þá kemur punktur. Það eru bara monochrome skjáir. Ég ætla nú ekkert að fara útí það hvernig flóknari týpur virka, en ég skrifa bara einhverja grein um það seinna meir.
Þetta er svo aftur á móti það sem er notað mest nú til dags í skjávarpa, ástæðan fyrir því að þeir eru svo rosalega dýrir er smæð þeirra. Einfaldasta útgáfa skjávarpa eru sennilega tvær linsur, sterk ljósapera og LCD skjár sem hægt er að lýsa í gegnum. Aðrir eru byggðir upp með speglum, og linsum og perum sem gera myndina skýrari til að geta stækkað hana með góðu móti, ljósið hinsvegar eikur birtuna í myndinni, þeim mun sterkari pera í tækinu þeim mun betri mynd, hún er mæld í Lumens, 1000-2000 lumens ættu að duga flestum heimilum í þessum málum.
DMD: Digital micromirror device er það nýjasta í dag, minna um þetta, þar sem eitt fyrir tæki, Texas instrumenst, sem þróaði og gerði þetta að söluhæfri vöru hefur einkaleyfið á þessu, þessvegna er engin samkeppni og lítið af þessu sést. Þetta skilar mun betri myndgæðum en LCD skjáirnir, og oft hærra refresh rate (hz) og upplausn) Verst hvað þetta er dýrt, ég athugaði verðið á svona skjá með stýringu, 500.000 krónur takk fyrir. Við skulum bara fjalla um það með LCD greininni næstkomandi, þar sem þetta er frekar langt að útskýra núna með þessari grein.
Bíóvélar / filmur: Síðast en ekki síst verðum við að taka þetta fyrir, hérna er sko simpelheden eins og frændur vorir Danir myndu orða þetta, einfaldleiki í gegn.
Þessar vélar er einfallt að útskýra. Þú ert með peru bakvið filmu, hún lýsir í gegnum filmuna og svo fer myndin af filmunni gegnum lynsu/r til að laga hana. Það er nú hægt að útskýra þetta á einfaldari máta en ég held að menn nái þessu alveg svona. Safnlinsur og dreifilinsur, ásamt ljósfræðum er flókið fyrirbæri. Filmur eru hinsvegar bestar af því að myndin er alveg orginal. Beygðar línur og hringir er ekkert mál á þessu. Ég veit ekki hvernig myndavélar fyrir filmur virka, mjög svipað og ljósmyndavélar, en kemst bara að því seinna.
Þessvegna eru filmur besti kosturinn ennþá, ásamt því að þær ná betri lit en aðrir miðlar. Hinir miðlarnir halda áfram í þróun, en punktarnir verða sennilegast áfram til staðar, nema einhver finni hina fullkomnu lausn, sem verður kanski ekki nærri því strax. Hinsvegar þarf og er lítið hægt að þróa filmur, þær eru ennþá það skýrar, þótt að DVD mynd-diskar séu mjög nálægt filmum í gæðum, við sjáum stundum óhreinindi eða rispur á filmum, sem er sennilega eina vandamálið við þær, ásamt rauntíma spilun, það er erftitt að spóla fram og til baka á þeim, miðað við DVD diska.