Græjuverslanirnar sem ég er búinn að taka í gegn og skrifa nyður dóma hjá mér eru eftirfarandi verslanir:
Bang Og Olufsen.
BT Skeifuni, Kringluni, Smáralind, Hafnafirði og Spöngini.
Elko.
Expert.
Heimilistæki.
Hljómsýn.
Ra díóbær.
Sjónvarpsmiðstöðin.
Sony Setrið.

Það sem ég set fyrir verslanirnar eru þessi atriði:
Hver búð byrjar með 50 stig.
Hvað veit sölumaður um græjuna?
Hvað kostar hún?
Hvernig er viðkomandi sölumaður? (Snyrtilegur, léttur á því en ekki of, stressaður eða er bara eitthvað í fari hans sem mér líkar betur eða verr).
Það sem ég geri bara til að prófa þá spyr sölumaður mig alltaf hvort hægt væri að aðstoða mig en ég segi alltaf nei í fyrsta skiptið bara til þess að sjá hvort hann komi aftur til þess að selja mér einhverja vöru eða þá vöruna sem ég er að leita af í þessu tilfelli.
Ef Sölumaðurinn kemur ekki aftur til þess að fullvissa sig um hvort mig vanti ekki aðstoð þá fær sú verslun mínus en ef hann kemur aftur fær hann plús.
Ef verslunin er ekki með þá vöru tengda sem ég vil heyra í þá fær hún mínus.
Ef verslunin er með allar vörur á staðnum tengdar við allt sem þær eiga að vera tengdar við þá fær hún plús.
Hvernig snúrur eru á milli hátalara og græja. (Special eða gullsnúrur gefa plús) (Litlar eða þunnar gefa mínus).
Ef verslunin er með of lítið úrval fær hún mínus (Það er betra að vera með meira heldur en minna).
Það sem ég geri er að þegar ég kem að viðkomandi verslun tek ég allt til greina aðkomu, inngangi, nóg rými (inni sem og utan búðar), gæsla, heitt eða kalt innann veggja, Þungt eða létt loft.
Hún getur unnið sig upp eða nyður fer eftir því hvað hún stenst og hvað ekki.
Athugið ég tek verslanirnar fyrir í stafrósröð þannig að Bang og Olufsen verður fyrst og svo þegar allar verslanirnar eru búnar þá fer ég aftur sex mánuðum síðar í allar og tékka hvort það hafi eitthvað breyst til batnaðar eða versnað.
Fyrst Í greinini kemur smá kynning á fyrirtækinu og sá kafli verður líklegast Copy/Paste og mun ég geta heimilda og setja fyrir neðann þann kafla addressuna sem sú kynnig er til staðar.
Ef fyrirtækið er með sjálfstæða heimasíðu hér á landi fær hún plús ef ekki þá fær hún mínus.
ATHUGIÐ! Ég tek allt með í reikninginn þannig þetta verður mjög fróðlegt þegar yfir líkur.
Síðan þegar þetta er allt samann búiðð þá kemur allt til samans og fær bara ein verslun þá virðingu að hafa staðist best könnun yello á www.hugi.is/graejur

Þetta er það sem koma skal því skulið þið fylgjast vel með raftækjaversluna könnun yello á næstuni.