Það er yfirleitt í umræðunni hvort sé betra. Sumir álíta þetta ekki skipta máli, en aðrir álíta þetta hálfgerð trúabrögð. Eins og flestir ættu að vita þýðir Digital, stafrænt sem byggist uppá 0 og 1. Þetta kerfi er orðið mjög algengt og er nanas notað á hvað sem er nú til dags. Auðvitað nota allir tölvu sem komast á netið en í hljóði eru stúdíó farin að nota tölvur mikið, til upptöku og svo líka til að “mixa” hljóðið. Þetta býður uppá marga kosti, hægt er að hafa heilt stúdíó mun minna en oft tíðkast. Hinsvegar er dýrt að fá gott analogue merki. Þá eru menn hrifnastir að því að nota lampa í kerfinu til öpptöku sem skilar miklu, meira um það á eftir. Samkvæmt orðabók er orðið “analogue” þýtt sem flaumrænn, hversu asnalegt svo sem það er. Ég nota bara og segji orðið analogue við allt og alla, og ég skyllst auðveldlega, ef ég færi að tala við einhvern og segja flaumrænn myndi hann mjög sennilega ekkert skylja.
Digital: Það sem er tekið upp með digital tækni segja flestir að sé mjög hreinar og fínar upptökur, en soundið er ekki jafn fallegt, eða skemmtilegt eins og á góðum analogue upptökum. Við ættum flest að þekkja geisladiskana okkar sem við notum mörg daglega eða oftar til að spila tónlist. Á þessum diskum þarf frekar mikið að gerast til að suð og önnur óhreynindi ná að komast inní hljóðið sem kemur á endanum. Hjá mér hljómar digital alltaf hreinn, alltaf skýr en mér finnst hann einhvern veginn svo harður, röff eða hvernig sem ég ætti að lýsa því. Eða það vantar allt mýkt í hljóðið. Ég veit að við höfum allavegana einn traustan fylgismann Digital, og flestir ættu að vita hver sá aðili er.
Analouge: Já, ég er fylgjandi analogue. Hljóðið í því finnst mér alltaf skemmtilegra, eins og t.d. góður vínill, lampamagnari og flatir hátalarar, þá trúið þið varla eigin eyrum þegar þið heyrið hvernig munurinn er alveg ótrúlegur, ég sjálfur þegar ég heyrði muninn í fyrst skipti varð ég bara hissa. Þótt að það séu kanski einhverjar rispur og þessháttar sem vill oft trufla plötu hljóðið í spilun þá er það yfirleitt í lagi. Með því að nota lampa þá næst fram það besta í flötu hátölurum sem ég veit um. Það er einstaklega skemmtilegt þá, þessvegna fer ég bráðum að fara að kaupa mér lampamagnara, sem ég nota sem formagnara.
Þetta stríð á milli þessara tveggja hópa verður sennilega til staðar um óákveðinn tíma. Trúabrögð, við þekkjum nú hið fræga Windows vs. Linux, nVidia vs. ATI, AMD vs. Intel svo eitthvað sé nefnt, þá er þetta varla frábrugðið. Svo má ekki gleyma að það þarf allt að vera gott í heilu hljóðkerfi til að ná góðu soundi útúr því, það er ekkert nóg að vera með góðan magnara, restin þarf líka að vera góð. Og meðan ég man, þá er ég nýbúinn að fá sendann magnara sem ég pantaði af ebay, Pioneer SX-626, 30 ára gamalt, en svínvirkar, nú á ég tvo en sá sem ég pantaði er 115volt, svo að ég þarf aðeins að aðlaga hann, ég vil nú geta plöggað honum beynt í al-íslenska innstungur.