OK. mig langar soldið til að tjá mig hjerna, ef að þú er ekki búinn að fara í nesradíó eða eitthvað og láta setja græjur í fyrir þig og hefur einhvern áhuga á að gera þetta sjálfur. en ef að þú ert að leita að ógeðslega stórri bassakeilu sem fittar vel við álfelgurnar þínar þá er ég ekki rétti maðurinn:( sorrí
mig langar til að byrja á að fara aðeins í eðli hljóðs.
hjóð er þannig gert að það skiftist upp í tíðnir(Hz) sem seigir til hvað verða margar þrýstibreitingar á sekúndu, eða hvað hátalarinn hreyfist oft fram og tilbaka á sekúndu.
bassi, eða lágtíðni, eða sub er mjög óstefnuvirkur, sem þýðir að það skiftir í rauninni ekki hvaðan hann kemur, og þar af leiðandi skiftir ekki máli hvar hann er í bílnum upp á stefnuvirkni að gera. við erum að tela um tíðnir á bilinu 20-250 Hz. stefnuvirkni verður svo meiri eftir því sem tíðnin hækkar.
miðja, eða mid range er því stefnuvirkari en subinn, og er því mikilvægara að koma miðjunni fyrir einhverstaðar fyrir framan hlustenda því að uppistaðan í því sem kemur úr þeim hátalara er t.a.m. rödd, gítar, og flestöll laglínu hlóðfæri, það er það sem við heyrum best. við erum að tala um tíðnir á bilinu 250 til 3000-6000 Hz.
diskanturinn, eða tweeter, eða háu tónarnir eru aftur mjög stefnuvirkir og er því mjög mikilvægt að þeir séu fyrir framan hlustenda, og helst í eyrnahæð, þessar tíðnir gera það m.a að verkum að við heyrum yfirtíðnir hljófæra og radda sem gera okkur kleift að greina í sundur hvort við erum að hlusta á fiðlu eða gítar, karakter einkenni svokölluð. þetta eru tíðnir frá sona 3000-6000 til 20.000-70.000 Hz! (við heyrum ekki grunntóninn 20.000 Hz, en við heyrum yfirtíðnir upp í 70.000 Hz, en það er ekki boðið upp á það í CD kerfinu).
þá erum við komin með three way system. og til að skifta þessum tíðnum niður þurfum við cross over, það er hægt að fá allskonar digital eitthvað cross over en þau eru fokdýr. ég mun fara aðrar leiðir.
afþví að hærri tíðnirnar eru svona stefnuvirkar þá er algjört rugl að setja bara allt draslið í hilluna og tjúna bara, það þarf að hafa stefnuvirka dótið fyrir framan sig afþví að þegar maður hlustar á eitthvað þá horfir maður oftast í þá átt, s.br. tónleikar, fólk o.fl.
þannig að það sem ég ætla að ráðleggja þér er three way stereo system:
geislaspilari (væntanlega), ég er með sona næst ódýrustu típuna(held ég) af pioneer spilara það sem að hann inniheldur er: útvarp, cross over, 4*45W magnari og ómagnaður útgangur fyrir bakhátalara. cross overinn er þannig úr garði gerður að hann spilar hærri tíðnirnar í framhátölurunum og lægri í bakhátölurum, og þar afleiðandi eru lægri tíðnirnar líka í ómagnaða útgangnum!(RCA) við notum það.
Magnari: það þarf meiri kraft í lægri tíðnir til að mynda sama hávaða í hærri tíðnum. þessvegna setjum við magnara við bassahátalarana, það þarf ekkert einhvern 1000 watta megakicker magnara, ég mæli með 1*200 wött eða 2*100 wött. hann tengist í RCA útganginn á spilaranum.
Bassahátalari/ar: ég hef nú ekki mikla þekkingu á tegundum í þessum efnum, en þar sem þeir eru stærri en hinir hátalarnir og þufa stærri kassa/box, og eru nánast óstefnuvirkir hefur einmitt verið brugðið á það ráð að setja það afturí, annað hvort í box eða í hilluna, eftir aðstæðum, ég er með eina 10“ keilu í hillunni sem ég smíðaði upp á nýtt (hilluna) úr 19mm MDF efni (tréstappa einhver) og það virkar bara nokk fínt. en ef þú hefur meiri áhuga á að setja hana í box þá geturur smíðað það sjálfur (mæli með MDF) eftir sona boxútreikniforriti, eða beðið sölumann um að selja þér box við hæfi. athugið að það skiftir mjög miklu að smíða nýja hillu ef keilan/urnar er sett þar!
mid range/tweeter: DLS er með fínar lausnir á því sviði, eru með kitt sem innihalda mid range, tweeter og crossover, mæli með 5-6” midrange og kittið má alveg þola sona 50-75w RMS, þetta keyriru svo bara á magnaranum í fína pioneer spilaranum, þegar þú stillir þessu upp, reyndu þá að hafa þetta jafn langt frá eyrunum á þér.
það er auðvitað hægt að sansa þetta á marga vegu en þetta er mín hugmynd að ódýru og nokkuð vel hjómandi hljóðkerfi í bíl, ég geri ráð fyrir að sá sem hlustar sé frammí, en afturí er hljómurinn ekki eins góður, en það heyrist þó.
ég held að ég hafi ekki gleymt miklu, en hafðu samband af eitthvað er óljóst.