Mér sýnist sem svo að hér á áhugamálinu sé talsverð togstreita í uppsiglingu á milli þeirra sem hafa áhuga á stofugræjum og þeirra sem hafa áhuga á bílgræjum.
Þetta er að mínu mati ekki alveg nógu gott. Fyrir mína parta hef ég nær eingöngu áhuga á stofugræjum þó ég hafi líka góðar græjur í bílnum mínum. Ég fagnaði því mikið þegar ég sá að hér væri að koma upp áhugamál sem að ég gæti skrifað og skrafað á við aðra með sama áhugamál og ég - ádíófílurnar.
Það virðist þó vera sem að mestur áhugi sé fyrir bílgræjum og þeir sem hafa áhuga á þeim eru duglegastir að senda inn efni. Það má vel vera að þetta tengist að nokkru leiti því að huga.is sækir fólk í yngri kantinum sem að fæst eiga húsnæði, en næstum allir eiga bíl.
Ég þekki þetta sosem alveg sjálfur, þegar ég var á mínum rúnt árum þá var ég með mikinn metnað í því að hafa hörku græjur í mínum bíl.
Vandamálið er að mínu mati það að flestir fara þessa leið, byrja í bílgræjum og svo þegar menn og konur eiga þak yfir höfuðið þá er komin tími á að eiga góðar stofugræjur. Vegna þess hvers eðlis þessi síða er þá er hætt við að þeir sem hafi áhuga á stofugræjum missi áhugann á að heimsækja þetta áhugamál og þeir sem hafi áhuga á bílgræjum “yfirtaki” áhugamálið.
Þetta má ekki gerast - því vil ég hvetja alla með áhuga á stofugræjum um að vera duglegir að senda inn efni því þessi tvö áhugamál eiga að þrífast saman.
Spurningin er svo bara sú hvort að við eigum að hafa fyrirkomulagið eins og það er núna (aðskildir korkar) eða hvort við eigum að herja á um frekari skiptingu milli stofu og bíltækja…
Einnig vil ég biðja fólk um að fylgjast vel með því að efni sé sett á viðeigandi kork þannig að umræðan blandist ekki meira saman en nauðsynlegt er.
Og að lokum, þá vona ég að öll umræða um bílgræjur flytjist af bílasíðunni og hingað.