Jæja, það er nú alltaf í umræðunni er það sem kallast truflanir og/eða bjögun. Þannig að ég ætla að skrifa smá um þetta og hvernig má forðast helstu truflanir með ákveðnum lausnum.

Truflanir eru oft komnar frá lélegum köplum, tengingum, eða raftækjum. Þetta eru helstu truflana valdarnir á flestum stöðum. Það sem þetta gerir okkur er nefninlega það að í hljóði koma oft snarkar, ég heyri það stundum uppí fyrrverandi grunnskóla mínum, þegar kveikt er á rofa, sem kveikir ljós, sérstaklega 230v, sá sem tengdi þetta kerfi hefur ekki verið að standa sig, og þessvegna þegar eitthvað er gert, kveikt eða slökkt og álíka aðgerðir, heyrist það skýrt og greinilega í kerfinu. Og ég fjalla um lausnir aðeins seinna. Truflanir sem koma frá tækjunum sjálfum eru oft komnar frá tækjum sem eru ekki jarðtengd saman, og þá kemur suð og læti, ég lendi í þessu á mínum magnara og plötuspilara, en á milli þeirra er sérstakt ground tengi. Síðan er ein helsta orsok, fyrir kapla sem liggja í loftlögnum, er skermingin, þessvegna kaupi ég alltaf skermaða kapla ef þeir eiga að fara í lagnirnar, nema náttúrulega 230v, víra.


Lausnirnar eru oft á tíðum einfaldar. T.d. tæki sem suða, ef þau eru bæði með jarðtengdum snúrum, þá er oft einfaldast að tengja þau í sama fjöltengi, af því að fjöltengið hefur auðvitað sameiginlega jarðtengingu, og það er það sem tækin þarfnast til að losna við spennu sem vill stundum mindast á milli þeirra.
Kaplar: Það er gott að vera með góða kapla, skermaðir eru ennþá betri, hátalara kaplar þurfa yfirleitt ekki skermingu, veit ekki afhverju. Og svo eru snúrurnar frá Nordost mjög efnilegar í þessum efnum, þar sem háhreinsaður koparinn í þeim pikkar upp minnst af truflunum, ætli silfur sé betra til að tengja allt dótið, þar sem það leiðir best ? Ég ætla þessvegna, þegar ég fer að breyta skápnum þar sem staðsett eru sjónvarp, myndbandstæki, Playstation 2, Nintendo 64, plötuspilari, geislaspilari og mangnari. Þá mun ég tengja þetta þannig, að allir powerkaplar, (vírar frá spennubreytum, og 230v, vírar, og kanski jarðtengingar með þeim) í eina rennu, svo fara allir lágspennu kaplar, milli tækja, nema Koaxinn (sem er mjög slæmur og er hrikalegur truflana valdur að mínu mati) og minni kaplarnir fara svo í stokk sem er hinum megin í skápnum, um meter í burtu, með þessu móti vonast ég til þess að græjurnar mínar pikki upp nánast ekkert af truflunum.

Þegar er verið að tengja tæki saman, þá þarf að hafa truflanir í huga, og opinn huga til að vinna á móti þessu. Sumir finna fyrir ef tæki eru tengd öfugt í innstungu, en fæstir finna fyrir því, en sumir eru næmir fyrir þessu. Einnig að tengja þetta á þann máta sem ég ráðlegg á að vera betra fyrir heilsuna, hversu líklegt sem það virðist vera, en ég er ekki næmur fyrir því ennþá svo að ég finn ekkert. Svo er bara að sjá hvernig tekst til upp með græjuskápinn. Þá ætla ég að koma með hvað kostar að breyta þessu öllu, hvaða kapla ég nota, og svo ætla ég að festa net á vegginn bakvið skápinn og nota það sem 5-15 fermetra loftnet.