Jæja, fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að kaupa mér bassabox, eða kitt öllu heldur. Ég fór og keypti þetta uppá Akranesi hjá kennara í FVA, þetta er einn mesti audio-snillingur landsins. Jæja, ég keypti kittið hjá honum, sem er hátalari 9”, og innbyggður magnari og ég kem að þessu seinna í umfjölluninni.
Boxið sjálft er smíðað úr MDF plötu, 19mm er áætlað en ég átti til 23mm plötu eftir að hafa smíðað flötu hátalarana og var nóg eftir í boxið, þannig að ég breytti teikningum aðeins og þetta varð ekkert mál hjá mér. Boxið á að vera loftþétt, nema í gati á hliðinni sem er auðvitað “portið”. Það á víst að festa saman plöturunar sem eru 7 samtals, með nöglum. Ég notaði vinkla sem eru skrúfaðir í innan frá, nema botninn, Þannig að á mínu boxi sjást engar skrúfur, nema undir því. Síðan til að gera boxið loftþétt notaði ég trélím, og eftir að það hafði þornað notaði ég sílíkon úr túpu. Svo þegar það var komið þurfti bara að smella keilunni í og tengingu. Svo efst í boxinu er steinull, 9,5 cm þykk, og ég þurfti að kaupa sem dugir í 5-6 box, og ég skal gefa einhverjum ef hann vantar svona. Því miður á ég ekki stafræna myndavél, svo að ég get ekki sett inn myndir strax, en ég skal reyna að koma því við á heimasíðunni sem ég er að búa til þessa dagana.
Hátalarinn: Number One of Monacor (www.monacor.de) og heitir hátalarinn SPH-250TC, meiri upplýsingar er hægt að finna með leytar vél þeirra og skrifa bara SPH-250TC sem “item number”. Annars eru grunnupplýsingarnar þær að hátalarinn er 9” eða 23 cm, á stærð. Hann er með tvöfalda spólu, (hugsað sem einn hátalari í sterio kerfi) Og það þýðir að hann er eiginlega tvískiptur. Og er hann 2x 100w RMS, og 2x 150 music wött (vitum nú alveg með music wöttin) En þetta skilar skemmtilegum og þéttum hljómi, og nógum krafti, allavegana nógur til að heyra allstaðar í húsinu, og nágrannanum er ekkert sérlega skemmt, þegar er keyrt soldið vel hátt.
Magnarinn: Það er innbyggður magnari í þessu boxi og skilar hann sínu mjög vel, þetta er einstaklega þægilegt þar sem bassahátalarinn er tengdur á 4 ohm, en flötu á um 5 ohm. Þá er hægt að stilla boxið á þann styrk sem maður vill og það er mjög lítið mál. Þessi magnari kom sem kitt, með tilbúið prent, sem ég þurfti svo að bora göt á og raða íhlutunum í það. Allt þetta er skrúfað á járnplötu (prentið er soldið yfir, á háum skrúfum svo að það sé ekki að fá jarðsamband á röngum stöðum. Og transistorarnir eru tveir og báðir skrúfaðir á plötuna, ásamt sér spenni, rofa og þremur stilliviðnámum. Það eru tengd 230 volt inná magnarann.
Saman með flötu hátölurunum er alveg dúndur sound í öllu saman og einstaklega skemmtilegt að hlusta á græjurnar þannig, þegar þær spanna alveg allar tíðnir sem maður heyrir. Þetta er vel öflugt og er vel þess virði. Kostnaður er cyrka 30.000 krónur með öllu, en það er bara ódýrt og gott verð fyrir svona alvöru box.