Ég átti leið hjá Bang og Olufsen í Ármúlanum og þar sem ég var í jakkafötum ætlaði ég að láta á það reyna og tékka hvað muni gerast. Og viti menn fæ strax spurningu frá svona þrítugum karllmanni um hvort hann gæti leiðbeint mér innann búðarinar á einhvern hátt og þakkaði ég það boð sem herra maðurinn í jakkafötum (þá fór ég að pæla í því að koma í smóking eftir viku).
Hann sýndi mér búðina hát og lágt og spurði hvað mig vannhagaði um og sagðist ég vilja fá tvær græjur með geyslaspilara annað ætti að vera inná baði og hitt frammí stofu einnig skal þar vera sjónvarp með dvd spilara og heimabíó og hann sýndi mér þarna notkuð flottar græjur eina litla (inná bað) og eina stærri (fyrir stofuna). Tækin eru með hitaskynjara og þarf bara að fara með höndina fram fyrir glerið á græjunum og þá oppnast þar tvær litlar glerhurðir sem eru fyrir framan græjurnar og hylja geyslaspilarann. Þegar glerhurðirnar lokast byrjar spilarinn að spila diskinn.
Nú ég bað um sjónvarp einnig með DVD og klassa heimabíói. Heimabíóið kostar sér um einhvern 950 þúsund kall en sjónvarpið er mun betra en kostar minna en heimabíóið. Samt 790 þúsund kall er notkuð mikið fyrir eitthvað 29“ sjónavarp með dvd spilara ofaná. Heimabíóið er saman blandað af fjórum háum stultu hátölurum og bassaboxi sem er 99,9% loftþétt. Hátalararnir eru bara tvíterar og gefa frá sér einstakann hljóm sem á sér engar hliðstæður annarstaðar. Bassinn er svo magnaður að þegar hann leyfði mér að hlusta þá var allveg sama hvar ég stóð í búðini, ég fann ávalt sama bassann en maður fann hann aldrei koma neitt sérstaklega frá bassaboxinu sjálfu. Það er einsog bassinn fari upp og nyður þar sem maður er staddur eða þá að hann myndast bara þar sem maður er hverju sinni. En þegar ég nálgaðist boxið þá var enginn munur á bassanum hann bara var allveg eins. Ekkert hljóð berst frá bassakeilunum það kemur bara sér bassi frá boxinu og hljóð úr hátölurunum.
Það eina sniðuga við Bang og Olufsen er að það eru spes tengi á hlutunum frá þeim þannig hefta þeir tækin sín niður bara fyrir sín tæki. T.d. þú átt harman/kardon magnara og kaupir bassabox frá Bang og Olufsen þá bara virkar það ekki. Þú verður að vera með allt í Bang og Olufsen sama hvað það er. Meira að segja sími frá þeim gengur að sjónvörpum og græjum einnig er hægt að stilla símann þannig að þegar hann hringir lækast sjálkrafa í græjuni eða sjónavarpinu.
Verð á Bang og Olufsen tækjum:
Sjónvarp með dvd spilara = 790 þúsund
Litlar græjur = 340 þúsund
Stórar græjur = 590 þúsund
Heimabíó = 950 þúsund
Bassabox = 125 þúsund
Plasma sjónvarp = 1.989 þúsund
sími = 69 þúsund
samtals allt = 4.853 þúsund krónur
E.S. það er hægt að kaupa fjarstýringu sem er með allar aðgerðir fyrir öll tækin
Nú segi ég:”Kominn tími til að fara að safna sér fyrir þessum snildar tækjum".