Þetta er nokkuð merkilegt, einmitt það sem mér vantar í stofuna, ég las að þetta kemst niður í 10 hz sem er nú mjööööög djúpt, og það er örugglega lítið mál að fara að sprengja rúður með þessu.
Mitt næsta “project” verður sennilega crossover og lampamagnari, síðan er ég að athuga að panta íhluti í keilu. Ég er að pæla í 15“ eða 18” (stærri vil ég frekar) Og ég er búinn að finna segla og gúmmíhringi, en svo vantar mig rest, það sem er á milli segulsins og “pappans” (í sumum tilfellum, kallað “driver” á ensku) Svo er lítið að vanbúnaði og byrja í þessu og þá kem ég alveg með allt í smáatriðum hvernig þetta er gert, hvað er notað, hvað þarf og hvað kostar þetta allt saman, ég hugsa að það verði ekki langt í að ég skelli mér í þetta.