Jæja, nú er svo komið að því að skrifa grein um þetta efni, þar sem ég ætla að taka fyrir Hljómsýn, Rafgrein og Plútó.

Hljómsýn: Þetta er hin fínasta búð sem allir ættu að vita um, og er hún staðsett í Ármúlanum. Þar sem ég er 15 að verða 16 ára, og fór þarna í síðustu viku, þá fæ ég kanski ekki bestu þjónustuna þar sem ég er ekki markhópur fyrir þá, eða það halda þeir allavegana, þegar ég mætti voru nokkrir starfsmenn og verð ég að segja að einn er alltaf framúrskarandi. Ég fór eiginlega sérstaklega til þess að hlusta á electro-statíska hátalara, að nafni Martin Logan. Ásamt lampamagnara og geislaspilara með lömpum, það var bara fínasta sound í þessu. Þeir eru svo með Marantz, Paradigm, Gemini og fleira. Allt þetta eru einstaklega góð merki, en ég þekki ekki svo mikið inná Gemini græjurnar. Þetta er samt í allt, mjög skemmtileg búð.

Rafgrein: Ég var einstaklega hrifinn af þessari búð sem er staðsett við hliðina á ísbúðinni við Álfheima. Ég kíkti þarna, aðallega til að skoða lampamagnara sem hann er með þarna, ég hringdi í hann soldið fyrr, til þess að biðja hann um að verma lampamagnarann. Hann gerði það og ég mætti svo í búðina og fékk að hlusta á þetta hjá honum, og ég held að þetta sé eitt besta sound í venjulegum keiluhátölurum ásamt JM-lab sem ég fjalla um aðeins seinna. Á heimasíðu þeirra (linkur neðst!) þá eru bara linkar á heimasíður framleiðanda en það er alveg nóg í bili. Ég mæli sko með því að þið kíkjið þangað, og þetta er opið frá 16:00-18:00 held ég að sé rétt hjá mér, annars er það bara að hringja í síma 565-0808 og spyrja búðareigandann.
www.simnet.is/rafgrein

Plútó: Ég held að fæstir vita að þessi búð er til, en ég fann hana á netinu þegar ég var eitthvað að leita að einhverju. Ég hringi í þann sem er að sjá um þetta, ég ætla að halda nöfnum og adressum hérna utan, þar sem það stendur ekki á síðunni sjálfri, þar stendur allt sem ég gef upp. Að vísu þá svarar hann ekki og ég ákveð bara að hringja aftur seinna í dag, síðan fæ ég upphringingu frá honum um kvöldmatarleitið og ákveð að mæta um 20:00, 20:30 leitið, það er minnsta mál og ég og pabbi rennum til hans. Þar sem þetta er í íbúðinni hjá honum, og hann er víst að fara í annað húsnæði bráðlega, en þá er hann með Arcam magnara, og plötuspilara ásamt JM-Lab, electra 906 hátölurum tengt saman með Nordost snúrum, og verður að taka fram að ég heyrði ekki nein innskot eða annars konar truflanir/bjaganir þegar ég var þarna. Þessar græjur í heild sinni voru smáar en knáar. Ég mæli mjög sterklega með því að menn kíkji þangað, og skoði þetta grandlega, þetta er alveg einstaklega góð búð, og mjög góðar græjur.
www.pluto.is